loksins fékk ég að prufa sona bíl.. búin að velta þeim mikið fyrir mér síðustu misseri,
ég verð nú að segja fyrir mig að að mér fannst þetta bara helvíti skemmtilegt tæki, það var dáldið furðulegt að setja inn í hana.. margir hlutir bara beint úr mözduni minni og ekkert pláss.. ég var með auglísingabækling með mér og ég þurfti að troða honum aftan í...
vélin í þessi er nú meira furðuverkið maður... eins oj JC sagði þá er eins og hún gangi á sýrðum rjóma (eða hvað sem hann sagði) titringurinn er ekki neinn og hljóðið eins og virkilega úrill handryksuga.. það sem ég kveið mest var það sem ég var búin að heyra.. að bíllin væri bara grútmáttlaus.. ég get ekki tekið undir það.. það er alveg afl í henni en hinsvegar þarf maður að stútera vinslusviðið mjög vel til að ná einhverju útúr henni, hún snýst uppí 9k og nánast öll orkan virðist vera á milli 6 og 9k. úr núlli fannst mér hún bara tæta vel af stað og þegar ég skipti í 2gír þá spólaði hún aðeins og færði afturendan smá til hliðar... sniðugt líka í nýjustu bílunum að það er skiptiljós á nálini snúningsmælirnum... s.s þegar vélin er rétt ókomin á redline þá verður toppurinn á nálini blár, þetta er líka í mözduni minni og finnst mér mjög þægilegt..
það sem ég hinsvegar hlakkaði mest til að prufa og eiginlega langar mest í þennan bíl útaf eru svo aksturseiginleikarnir.. en sama hvað ég hef skoðað þá fær hún alltaf dúndrandi dóma hvað þá varðar..
það var kannski ekki besta færið í sona og ég er af haðri reynslu búin að læra að hafa hemil á mér undir stýri á bílum sem ég á ekki.. en maður sona aðeins prufaði og það skein alveg strax í gegn að þetta er ósvikin "drivers car", hann kemur standart á 18" felgum og er bara ansi stífur, svörunin í stýrinu í mjög góð og það sem mér finnst líka plús er að maður nær að lesa alveg vegin í gegnum stýrið og fjöðrunina og þar af leiðandi er maður mikið næmari á hversu langt má ganga..
frágangur og samsetning virðast vera í góðu lagi og það þekki ég úr minni mözdu.. skiptirinn er alger snilld pínulítill og stífur og fyrirgefur manni ekki neitt (alveg eins og mér finnst hann eiga að vera) veghljóð er mikið.. en það fylgir dáldið mözdunum... ég er einmitt í því þessa dagana að hljóðeinangra mína alveg í gegn..
ég verð eiginlega bara að gefa þessari Rx8 góða dóma
það sem ég sé m.a spennandi við þennan bíl er að ef við fáum okkar heitt óskuðu braut, þá er þetta bíll sem maður getur keyrt í vinnuna búðina og þessháttar án nokkura leiðinda og síðan skellt sér á brautina og skemmt sér konunglega og keyrt aftur heim..
hafa flr hérna kynnt sér þessa bíla? og ef svo er hvernig er ykkar reynsla?
ég fílaði þessa bíla enganveginn eftir að þeir komu fyrst.. og það byrjaði eiginlega ekki fyrr en í sumar þegar ég sá Rx8 og maserati lagða hliði við hlið..
þeir hafa verið að koma mjög vel út viðhaldslega séð.. eyðileggjast í þeim kertin reyndar ef mótornum er aldrei snúið neitt af ráði.. en ég hef allavega ekki heyrt meira en það.. og ég er nú í mjög góðri aðstöðu til að fylgjast með því
