Jæja nú fer að styttast í vorið
Er að bíða eftir spacerum frá Daníel hjá Beastpower. Þegar þeir eru komnir þá get ég skellt Brembo gaurunum undir (þarf spacera fyrir vetrarfelgurnar). Coilover kerfið fer undir á sama tíma. Ætli þetta verði ekki gert í lok feb byrjun mars.
Er að fara að gera smá ljósatilraunir með Dr. Light (aka. Svezel). Ætlum að reyna að ná smá samhæfingu á angel eyes og þokuljósin þannig að þau verði í svipuðum tón og Xenon aðalljósin.
Svo er blessuð kúplingin alveg að kveðja. Þetta er búið að hafa svolítinn aðdraganda. Maður var farinn að finna smá slip í 2-3 skiptingunni en hún náði alltaf gripi aftur. Um síðustu helgi fór þetta hins vegar hríðversnandi eins og "zx" hér á spjallinu varð vitni af þegar við fórum í smá rúnt á samkomunni. Þá var þetta orðið þannig að þegar kúplingin slippaði þá náði hún ekkert gripi aftur og rev fóru upp og engin hröðun. Svo líka þessi fína lykt.
Það er vel þekkt að stock kúplingin á E39 M5 er alveg á kantinum með að þola aflið frá S62. Þar sem ég er búinn að bæta ca. 10% við aflið þá er ég væntanlega kominn út fyrir kantinn.
Þannig að það þýddi ekkert að fresta þessu lengur. Pantaði áðan kúplingu frá UUC sem er byggð á 850CSI kúplingunni. Hún er með 50% stærri snertiflöt og þolir miklu meiri átök. Tók líka short shift kit fyrst ég var að panta frá þeim á annað borð.
Þannig að sá blái ætti að vera kominn í gott stuð fyrir vorið.
_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR

Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...