Thrullerinn wrote:
Eggert wrote:
Ok, hraðinn er mikill, en það er ekkert sem sannar að hann hafi keyrt svona hratt.
Lífið er stundum ósanngjarnt, ég hef alveg fengið að kynnast því, gaurinn fær þetta aldrei bætt. Hann er í órétti.
Nema ef einhver vitni gefi sig fram

Ég held að eitt vitni breyti engu. Það er ákvörðun gaursins hérna sem skiptir öllu, hann ákvað frekar að keyra aftaná heldur en að fá sexuna aftan á sig. Sem ég skil reyndar, með litla stelpu aftan í bílnum.
Svona er bara réttarkerfið.
Ef einhver ræðst á þig, og það vill svo til að þú hefur yfirhöndina og lemur fíflið í klessu, þá ert það þú sem færð að kenna á því.... sem er ekki sanngjarnt. Það er bara horft á hver gerði skaðann, og hann er látinn bæta það. Skiptir engu hvort þú hafir vitni uppá 'hver byrjaði', svona bara sem dæmi.
Ég lenti í því þegar ég var nýkominn með bílpróf að sjúkrabíll svínaði á bíl sem var beint fyrir framan mig. Hann slapp mjög naumlega frá því að keyra á sjúkrabílinn. Það var rennandi blautt úti og ég á gömlum amerískum hlunk sem var ekki með ABS, og ég endaði aftaná. Það var nóg af vitnum, en ég fékk ekkert bætt. 'Ungur ökumaður' og allt það.
Ökumaðurinn á sexunni getur neitað þessu og þá er þetta úr sögunni, eitt vitni getur ekki hnekkt þessum dómi hjá tryggingafélögunum. Allavega stórefa ég það.