Jæja ég ætla að koma með nokkrar myndir af bílnum sem ég er að taka í gegn þessa dagana ef einhver hefði áhuga
Svona leit hann út þegar ég fékk hann (kannski ekki bestu myndirnar en sína hann nokkurn vegin)
Það sem hrjáði hann var/er, miðstöðin óvirk, báðir dempara að aftan ónýtir og annar gormurinn, dekkin á BMW felgunum ónýt, dekkin á ógeðslegu stálfelgunum voru ekki uppá marga fiska, vantaði festingar til að setja nýja aðalljósið í, stuðarafesting ónýt, annar kastarin brotinn, smá yfirborðsryð, einhvert vesen með rúðupissið (það sprengir alltaf öryggin

) og trúlega lélegir stýrisendar.
En ég er núna byrjaður að einhverju leiti, búinn að fá ný nagladekk á BMW felgurnar, framljósið komið í, búinn að kaupa nýja dempara og gorma (á eftir að setja það í

) búinn að fá stuðarafestinguna (er ekki allveg að fatta hvernig það drasl virkar

) er búinn að setja miðstöðvarmótorinn í en það eru einhver óhljóð í honum

fékk notaða miðstöðvarmótstöðu en hún er víst biluð líka

.
þannig að þetta skríður smá saman áfram

en hérna eru nokkrar myndir af honum eins og hann er orðin núna,
svo myndir af varahlutum
Og svo smá ryð sem þarf að laga sem fyrst
Svo kemur maður bara með updade þegar næsti hlutur verður búinn, og ætli það verði ekki fjöðrunin og lakkið
