Þótt að Gunni sé búinn að svara flestu og svona þá langar mig til að svara líka af því það er alltaf gaman að pósta þegar maður veit eithvað um málefnið
Eins og Gunni sagði þá var hætt að framleiða 325 og við tóku 323i (2,5l m52b25) og 328i (2,8l m52b28). 328i var gerður 193 hestöfl og augljóslega mátti 2,5l bílinn ekki vera 192 hestöfl og þar af leiðandi downtunaður í 170 hestöfl*.
Báðir bílarnir eru með sömu sogrein (intake manifold) og pústgrein (exhaust manifold). Munurinn á sogreininni í m52 vélunum og m50 vélunum er mjög mikill eins og sést á
þessari mynd. Pústgreinarnar eru hinsvegar þær sömu á 323i og 328i og eftir því sem ég veit flæða þær jafn vel ef ekki betur en m50 greinarnar.
Þá er komið að pústunum
325i (m50) er með tvöfalt púst með einn súrefnisskynjara fyrir framan hvarfakútana þar sem rörin liggja í nokkurskonar X, eins og sjá má
hér.
323i (m52) er með einfalt púst svipað og 320i, þetta er hluti af niður tjúninu hjá bmw. Í staðinn fyrir x hlutann eins og er í 325i þá er Y á 323i þar sem pústið verður einfalt og þar er súrefnisskynjari. Hinsvegar eru líka 2 súrefnisskynjarar á pústgreinunum á m52 vélunum.
328i (m52) er með tvöfalt púst en hinsvegar er það tvöfalt alla leið í gegn það er enginn X hluti í 328i og þess vegna er hún með 2 súrefnisskynjurum fyrir aftan hvarfakúta. Það sem kom líka á 328i pústinu var einhverskonar vacum tenging úr pústinu fyrir aftan endakútin sem tengist intake manifoldinu. (ef einhver getur útskýrt þetta þá væri það mega) Eins og er á 323i þá er 328 með súrefnisskynjara á pústgrein.
M50 manfold er tvímælalaust eithvað sem er þess virði að gera, ég mun dyno-a bílinn eftir að ég set það í minn. Ég er núna með 325i púst á mínum en ég veit ekki hversu mikið það gerði. Ég stefni á að kaupa mér supersprint kerfi fyrir 328i, það passar beint á pústgreinina og er tvöfalt alveg í gegn en ekki einfalt eins og 323i kerfið.
Ingimar keypti líka BBTB (big bore throttle body) sem er hjálpar líka. BBTB er málmhlutinn sem tengir loftintaksbarkann við manifoldið og það er semsagt búið að stækka innanmálið á bbtb og stæka flipann eins sést
hér
323i er hinsvegar eftir því sem ég best veit með minni barkar frá loftsíu að manifoldi og ég er mikið að hugsa um að skipta út mínum börkum og ASC dótinu fyrir m50 dótið en það er eithvað sem ég á eftir að skoða betur.
Þegar menn eru búnir með þetta þá er tölva, kubbur eða remap góð hugmynd og svo er líka hægt að láta cams (man ekki íslenska orðið) af USA m3 og það á víst að bæta aflið líka.
Búinn í bili
* samt var minn dyno mældur 186 bara með loftsíu