bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 06. May 2025 15:24

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 
Author Message
 Post subject: föstudagsbrandari
PostPosted: Fri 02. Dec 2005 21:08 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 06. Aug 2003 00:57
Posts: 3154
Location: Akureyri 603
Kona ein átti elskhuga sem hún hitti meðan maðurinn hennar var í vinnunni á daginn. Dag einn kom 9 ára sonur hennar óvænt heim og í fátinu ýtti konan honum inn í skáp. Maður hennar kemur heim rétt á eftir, svo hún ýtti elskhuganum líka inn í skápinn.

Drengurinn rauf þögnina meðan þeir stóðu þarna tveir og sagði lágt:

"Það er dimmt hérna inni".

Maðurinn svarar "Já, það er það"

"Ég á fótbolta"

"Það var nú flott"

"Viltu kaupa hann?"

"Nei"

"Pabbi stendur fyrir utan skápinn"

"OK, hve mikið?"

"5000 kall"

Maðurinn borgar umyrðalaust.

2 vikum seinna gerist aftur það sama. Þegar þeir standa í skápnum segir drengurinn:

"Það er dimmt hérna inni"

"Já, það er það"

"Ég á markmannshanska"

Reynslunni ríkari segir maðurinn: "OK, hve mikið?"

"10000 kall"

Maðurinn er pirraður, en borgar þó.

Nokkrum dögum seinna kallar pabbinn á drenginn og segir: "Sonur, náðu nú í boltann og markmannshanskana. Við skulum fara út og spila fótbolta"

"En ég get það ekki, pabbi, ég seldi bæði boltann og hanskana" svarar drengurinn.

"Hvað fékkstu fyrir það?" spurði pabbinn.

"15000 kall" var svarið.

"15 þúsund kall? Það er okur! Það er ljótt að okra svona á vinum sínum. Nú fer ég með þig í kirkjuna og þú færð að játa syndir þínar fyrir prestinum"

Þegar þeir voru komnir í kirkjuna ýtir pabbinn drengnum inn í skriftaklefann. Drengurinn veit ekki hvernig hann á að byrja svo hann segir:

"Það er dimmt hérna inni"

Presturinn svarar: "NEI, NÚ BYRJARÐU EKKI MEÐ ÞETTA HELVÍTI HÉRNA LÍKA!"

_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur :cry: --


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 02. Dec 2005 21:12 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
tíhí....nokkuð góður


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 02. Dec 2005 21:14 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
:lol:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 02. Dec 2005 21:15 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
hehehe þessi er góður :lol: :lol: :lol:

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 02. Dec 2005 21:48 
Offline
Rallýbílstjóri

Joined: Wed 13. Apr 2005 18:27
Posts: 1452
:rollinglaugh: :loser: :owned:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 03. Dec 2005 21:20 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Sun 08. Jun 2003 03:11
Posts: 1494
Location: Reykjavík
:rofl: :rofl: :rofl:

_________________
Jónki
325i ´90 e30 M-techII
320i ´84 e30 Seldur
Vantar þig viðgerð á bílnum S:697-9021
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 6 posts ] 

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 18 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group