Quote:
Svo var kynnt undir dellunni árið eftir með E12 (528i, ljósblár og með bláu leðri og BSK) bíl sem að Giz átti og á ennþá (reyndar aftur... ) og E30 M3 sem að pabbi hans átti sem að á þeim tíma var bara dýrasti bíll landsins ef ég man rétt.
Jæja, þá vitum við hvernig Bebe fékk delluna, frá mér sum sé, en hvaðan fékk ég delluna??
Fyrst ber að leiðrétta að e12 var ssk, guð veit hvað hann verður hinsvegar.
Ég fékk hinsvegar delluna verð ég að segja frá föður mínum að einhverju leiti og sjálfum mér að hinu leitinu. Eins og Ingvar segir réttilega frá flutti hann inn þennan e30 M3 og síðar að ég held þann fyrsta e34 M5 með túrbínuflegum og alles. Kannski kom það þarna, ég veit það þó ekki.
Ég hef átt ýmislegt á Íslandi síðan, allt frá Porsche 911 til Peugeot en verð þó að segja að BMW segir mér alltaf eitthvað, enda hef ég átt og á slatta af þeim, allt frá M3 Coupe til e30 320i.
Hins vegar brúar BMW bil beggja að mínu og kannski helst að konu minnar viti. Ef ég mætti ráða væri einungis Porsche 964 C4 á bílastæðinu en hún sem dæmi saþykkir það ekki en hreyfir engum andmælum við annahvort e34 M5 eða e36 M3!!
Eins og áður sagði hef ég átt allt frá ´73 módeli af 1502 uppí M3 Coupe en ætli þessi e12 528i hafi ekki endanlega kveikt í mér enda óskaplega fallegur bíll. Á sínum tíma (ca. 1990 max) þótti mörgum kvenkyns kostunum þetta vera glænýr bíll og hann þótti alveg geðveikur þá allavega, hvað sem hann nú verður.
Þetta kannski dregur mig í aðrar umræður. Ég á víst vél úr e28 M535i sem ég komst óvart yfir fyrir rosalega löngu síðan. og kannski væri ekki úr vegi að spurja menn ef einhverjir eru að lesa ennþá hvort það passaði ekki bara fínt í þennan e12???
Svör óskast hér...
En hvað sem menn röfla þá er BMW engu líkt, eins og konan mín segir alltaf þegar ég sýni henni eitthvað annað: hvað er þetta sem stendur þarna niðrúr stuðaranum? eee, það er svona smá spoiler, hún segir: jukk, ojbara, en sjáður þennar M5, ekkert svona þarna....
Less is more......
G