Aron Andrew wrote:
Það er jú fáranlegt að leggja í fatlaðra stæði, en af hverju í ósköpunum er tekið sérstaklega fram að hann sé á pallbíl?
Ég get ekki ýmindað mér að það væri tekið fram ef hann hefði verið á sedan bíl eða einhverju öðru.
Það er tekið sérstaklega fram að hann sé á pallbíl því þeir á DV vita að margir eru orðnir pirraðir á pallbílum á íslandi. Þetta er bara akkúrat það sem þeirra blaðamennska gengur útá; að reyna að ýta undir gremju og grunnhyggju og reiði og skapa neikvæðni. Þetta blað er VIÐBJÓÐUR og það hef ég sagt síðan þetta blað leit dagsins ljós í þeim búningi sem við þekkjum í dag!
Þetta hefur ekkert með skoðanir mínar á pallbílum eða fólki á pallbílum að gera heldur bara eitt dæmi sem mér finnst sýna hvernig starfshættir eru viðhafðir hjá þessu sorpriti. Ég var ekki þarna á staðnum og enginn hér heldur eftir því sem ég best veit. Ég ætla ALLS EKKI að taka upp hanskann fyrir þennan gaur en málið er að ég veit að hægt er að matreiða allt ofaní lesendur eftir geðþótta atvinnublaðamanna. Ég bara get ekki tekið neitt "for granted" sem skrifað er í þessu blaði.