oskard wrote:
Mér finnst þetta flottur bíll,,, ekki flottur bmw !!!
Það held ég að sé vel að orði komist. Reyndar finnst mér þessir nýju Bimmar ekki vera miklir Bimmar, þeir eru flottir, en líkjast oftar en ekki einhverjum öðrum en BMW. BMW koma alltaf með algerlega nýtt útlit sem sem bílarnir hafa. Spurning hvort þetta útlit eigi ekki eftir að venjast og þá munum við líta á þá sem raunverulega Bimma. Það hlítur að hafa gert það þegar að gömlu Bimmarnir voru nýjir. þ.e. að þeir hafa ekki fallið vel í kramið á BMW áhugamönnum. Gaman væri að heyra frá þeim sem munu þegar að e36, e38 og e39 komu fyrst út, jafnvel þeir sem muna eftir e32 og e34 eða lengur aftur. Þótt t.d. E38 og e39 líta núna út fyrir að vera frekar látlausir þá hlítur það fyrst að hafa vakið einhverja óánægju sem síðan hefur dvínað.