X-ray wrote:
Þið eru ágætir strákar

og hvað sem fantasíum varðar þá megið þið gera það sem þið viljið mín vegna

en úff áður en ég prufaði stórann þýskan sleða þá hélt ég að ég gæti aldrei ekið ssk, ELSKA bsk en ekki í svona stórum bíl.
Hann i vigtar nú í kringum 1860-70kg með alles og þannig er er hann nú oftar en ekki gjarn að slengja "bossanum" ef maður þrykkir honum niður í "kick-down" í þurru og er bíllinn alger ballerína í bleytu

Ég persónulega lít svohljóðandi á þetta;
3línu BMW-ar eiga að vera beinskiptir, því að þeir eru leikfang þess fullorðna
5línu BMW-ar eiga að vera sjálfskiptir, en beinskiptir sleppa alveg og séu þeir beinskiptir má álíta þá leikföng og er M5 þar fremstur í flokki, og er það frá mínu sjónarhorni eina 5línan sem að á að vera beinskipt. En sjálfur á ég 523i beinskiptan, og ég held að ég eigi eftir að verða bara háður bsk í fimmu.
7línu BMW-ar er skylda að hafa sjálfskipta, enda eru þetta ekki leikföng heldur ekkert annað en heimili á hjólum. Stórir prammar byggðir í þeim huga að fara á milli A-B og krúsa í þægindum, ekki sem eitthvað "sideways" eða donut leikfang
Ég er kannski skrýtinn, en dæmi hver fyrir sjálfan sig... svona er ég !