Jæja
Þá er um að gera að kaupa fleiri bíla sem ekki er hægt að keyra vegna búsetu.
Um er að ræða ´90 árgerð af BMW 325i Cab. Umræddur bíll er sjálfskiptur en annars algerlega orginal, sem er eins og það á að vera að mínu viti. Undir honum eru 15" að ég held BBS Basket felgur, hann er keyrður tæp 140.000km og er í súper standi. Blæjan er nýleg, ég þekki til bílsins þannig að ekkert risk og hef keyrt hann þónokkuð og hann er mega þéttur. Leðrið er svart og í fínu standi.
Þannig er að nágranni minn í Frakklandi átti þennan bíl og ég var búinn að nauða í honum í rúmt ár að selja mér hann en ekkert gekk. Síðan fæ ég allt í einu meil í vikunni þar sem hann spyr hvort ég sé ennþá heitur, síðan er aðeins nöldrað um verð að sið Frakka en ég held að allir séu sáttir við útkomuna.
Eins og ég segi þá er bíllinn súper að öllu leyti. Þetta er líka mjög hentugt þar sem hann stendur í götunni okkar í Frakklandi og bíður bara þar eftir mér. Ég kíki á hann í Desember og krúsa aðeins á honum næsta sumar. Sé til hvort sjálfskiptingin fer mikið í taugarnar á mér, ef svo er skipti ég henni kannski út fyrir bsk, en ekkert viss. Einnig væri ég til í Alpina sumarfelgur, en that´s it.
Held það sé ekki meira í bili.
Nokkrar lélegar myndir:
Eins og kannski má sjá er bílinn að mínu viti rosalega fallegur og betri held ég en gamli e30 cabinn sem ég átti einu sinni. Ég held ég sjái til með skiptinguna, lækki hann kannski aðeins samkvæmt tillögu Ingvars og haldi hreinlega þessum felgum, mjög fallegar finnst mér.
G