Kull wrote:
zazou wrote:
Ég leyfi mér að efa það. Shell kom með þessa vöru á sínum tíma og svo var henni nánast kippt af markaði. Það eru slæmir viðskiptahættir, maður veit ekkert hvar maður hefur kompaníið. Einn daginn fæst þetta en ekki hinn.
Bensín er ekki eins og einhver sósutegund í stórmarkaði sem hægt er að bjóða uppá til prufu í ákveðinn tíma. Í hið minnsta yrði að markaðssetja það sem slíkt.
Ég held að þessi vara sé einsog hver önnur í sambandi við framboð og eftirspurn. Ef enginn vill kaupa vöruna helduru ekki endalaust áfram að reyna að selja.
Þeir voru með þetta í 2 ár minnir mig og salan var greinilega ekki næg til að halda áfram.
Ætti frekar að hrósa þeim fyrir að reyna að bjóða betra bensín en að skamma þá fyrir að hætta sölu útaf lítilli eftirspurn.
Já... þetta var nú í boði í meira en tvö ár minnir mig. En svo má líka hafa í huga að fyrirtækið skipti um eigendur og það er nú ekki óalgengt að þá breytist áherslur.
Slæmir viðskiptahættir

Ég er nú ekki tilbúin að gúddera það. Slæmir viðskiptahættir eru það að hafa samráð um verð á bensíni
En sem bíleigandi þá bar ég einfaldlega virðingu fyrir átakinu og studdi það og vann í að koma þessu á markað frá day one. Hinsvegar voru undirtektirnar ótrúlega slæmar og ekki bara dræmar og slæmar heldur hafði þetta svo mikil neikvæða áhrif að það var erfitt að réttlæta þetta.
Viðbrögðin heima voru ALLT önnur en t.d. í UK.
Optimax er það sama jú (efnislega séð, það er þó hærri oktantala í V-Power heima).
Flestir virðast bara halda að þetta sé eitthvað rip off.