Angelic0- wrote:
BMW BUYER wrote:
Sælir aftur,
nú er ég búinn að vera skoða BMW 3XX til sölu á netinu frá USA, er einhver munur á BMW gerðum fyrir USA markað og þeim í Evrópu, fyrir utan að minnsta vélin sem maður fær er 323-325? Held að 330 sé þokkalegur bensínhákur!
Annað;
BMW 316I og 318I báðir með 1900 vél, hver er munurinn? sé engan mun á bodyi.
kv.
Ég giska á að 316 sé 1900 8ventla
og 318 þá 16 ventla !
Neinei.. þetta er sama vélin. 316i er rétt um 100hö og 318i um 118hö. Mér skilst af e46fanatics síðunni (
linkur!) að munurinn liggi aðallega í soggreininni. Svo eftir facelift kom nýja 143ha vélin í 318i bílinn.
Ef þú ert að spá í 6cyl bíl myndi ég frekar fara í 323i eða stærri en annars vel búinn 316 eða 318i. Að mínu mati er munurinn (butt-o-meter) ekki það mikill á 320i og 318i (nema helst þá hljóðið sem er mun fegurra í 6cyl

). En 323i eða stærri er alveg málið! En hvernig sem á það er litið er E46 alger winner.
Og varðandi eyðsluna þá er hún örugglega eitthvað aðeins (en ekki mikið) meiri á 330i en á hinum en mig grunar samt að 325i og 323i séu að eyða mjög svipuðu og 320i þar sem þær erfiða minna.
318i -> sparibaukur, sömu þægindi, gott handling
323i -> skynsama valið, sparsamur, skemmtilegur og gott handling
330i -> skemmtun, skemmtun, minna sparsamur og skemmtun
USA og Evrópubílarnir eru svipaðir, það eru auðvitað svona atriði eins og mílumælar, "Objects in mirror ..." og slíkt sem gæti pirrað. Ég þekki ekki með staðalbúnað og slíkt en sagan segir að kaninn sé duglegur að tikka við aukahlutalistann. Nú veit ég ekki hvort USA útvörpin séu eins og í amerískum bílum þar sem þú getur bara valið oddatölutíðni (eða var það öfugt?). Sumir bílar frá USA eru líka með óhóflegu magni af glitaugum, t.d. á stuðurum, ég hef samt ekki tekið eftir því með E46 bílana en það gæti samt verið gott að athuga það.
Jæja nóg af bullinu í bili..
