bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 24. May 2025 13:37

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 36 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Thu 10. Nov 2005 22:33 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 10. Nov 2005 22:14
Posts: 9
Sælir BMWverjar,
Ungur vinnufélagi minn benti mér á þessa síðu og að hér væri allt að finna um bíla og öllu því tengdu.
Ég hef verið búsettur erlendis s.l. 6 ár og þ.a.l. ekki keypt mér bíl á Íslandi þennan tíma, sölurnar hafa heldur betur breyst og nú eru allt horfið úr Skeifunni/Hlíðarenda/Borgartúni og tvö risa bílasöluplön á Kletthálsi og upp á Höfða sem er að sjálfsögðu gott mál.

Ég hef verið að leita mér að BMW 316I /318I /320I ´99-´02 árg. undanfarnar vikur og skoðað sitthvað á bílasölunum. 1996 og 97 var bílasala sem sem hét Bílar & List og flutti inn Bimma og Benza í gríð og erg með niðurskrúfaða km mæla, en er farið á hausinn í dag.
Er það til í dæminu að stafrænir km mælar séu skrúfaðir niður í dag á innfluttum notuðum bílum?
Eru einhverjar bílasölur á markaðnum sem maður ætti hreinlega að forðast?
Er einhver hérna sem hefur góða þekkingu á BMW eins og ég er að leita?
Bimmar keyrðir c.a. 80-120 þús, er eitthvað sem klikkar alltaf í þessum bílum á því líftímabili?
Hver er munurinn á 316I með 1900 vél og 318I með 1900 vél??
Er þessir bílar með e-ð spes bilanarecord á ákv. componentum?
Ef einhver er með doctorsgráðu í BMW 3-línan árg ´99-´02 mætti hann ef hann hefur tíma ausa af visku sinni á þennan þráð um bilanagjarna hluti, body, vél, allt. Maður er svona frekar skeptískur þegar maður heyrir sölumenn segja "algjör gullmoli þetta eintak", "lág bilanatíðni" ogfl ogfl

Annars góð síða í gangi hérna
kv
BMW buyer


Last edited by BMW BUYER on Wed 07. Dec 2005 20:38, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 10. Nov 2005 22:58 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Ertu að leita að bíl á íslandi til að eiga á íslandi eða versla til að nota erlendis?

Ég myndi halda að versla erlendis frá væri auðveldast þá geturðu valið hvað þú vilt og hvað þú vilt ekki,

Svo er evran mjög hagstæð núna, held að hún hafi ekki verið hagstæðari
hvað þá dollarinn.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 00:54 
Offline
Búðarkerrubílstjóri
User avatar

Joined: Sat 28. May 2005 18:57
Posts: 44
Location: Reykjavík
Farðu inn á
http://begbilguiden.bilprovningen.se/
og flettu upp þeim bíl sem þú ert að spá í.
Þar færðu meðaltalsniðurstöður úr árlegum skoðunum á öllum bílum í Svíþjóð. Þar geturðu séð hvaða atriði hefur oftast verið sett út á, etc..

Einnig umtal um bílinn, staðalbúnað, hvernig hann hafi komið út úr árekstrarprófum, meðaltal FOLKSAM (hvernig bíllinn hefur komið út úr raunverulegum árekstrum ár hvert), ofl. ofl.

Ég prófaði að fletta upp 318i og það sem hafði oftast verið sett út á í skoðunum voru spindlarnir.

_________________
Karl Trausti - 735i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 01:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Fri 12. Mar 2004 22:17
Posts: 3878
Location: Mosó city
....og þegar þú ert búinn að ákveða þig 100% hvað þú vilt, og ef þú ert með staðgreiðslu, þá talarðu við Smára eða einhvern af þessum innflutningsdúddum og lætur flytja inn þrist fyrir þig með pottþétta bók og 100% réttan akstur.
Þarft ekki að borga meira fyrir 5 ára gamlan bíl úti afþví að hann er með leðri eða lúgu, en mér finnst það einmitt tíðkast hérna.

Það tíðkast alveg að digital mælarnir séu niðurskrúfaðir, en held það sé lítið um það hérna.


Það eina sem ég get sagt þér varðandi svona þrist er að ekki fá þér 4ra cylindra bíl. Fáðu þér bíl með 2.0l sexu. Það er ekki einungis sama/svipuð eyðsla, heldur seljast þeir betur.
Það eru tveir tollflokkar, svo allt sem er 2.0 og undir er ódýrara í innflutningi.

_________________
E53 X5 4.4i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 13:56 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Jun 2003 23:13
Posts: 381
Location: Reykjavík
svo geturðu líka bara farið á bílasölur hér heima og fundið bílinn sem þig langar í því það eru til 318 e46 í bunkum hérna.
ef þú vilt vera öruggur um hvort að km mælirinn sé skrúfaður eða ekki þá er hægt að láta lesa tölvuna eða eitthvað þannig

sjálfur átti ég 318i í ca. 10 mánuði og var mjög sáttur, eyddi litlu, komst allt sem ég þurfti að fara þó ég væri heilan vetur á heilsársdekkjum og það eina sem ég þurfti að gera við hann var að skipta um perur í framljósunum

persónulega myndi ég velja 320i eða 2002 árgerð af 318i því að þeir eru með öflugri vélar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 18:52 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 27. May 2003 07:47
Posts: 12484
já, ég reynsluók 316 coupe, e46 um daginn og guð minn almáttugur... þetta er eflaust einn af þeim alra allra máttlausustu bílum sem ég hef nokkurntíman keyrt, ótrúlegt að þeir hafi látið þetta frá sér sona, annars var bíllin sem slíkur æðislegur.. nema að jú það þurfti liggurvið að ýta í hann til að hjálpa af stað og láta farþegana út í brekkum,

myndi reyna að finna 320 bíl, þeir eru orðnir 6cyl og það er bara einhvernvegin allt annað að vera á 6cyl+ bimmum 8) annars er 318 eða 316 með stærri vélini eflaust brill bíll sem venjulegur daylí dræver, og nóg er úrvalið hérna heima, kíktu á nýja bílasölusvæðið á höfðanum, ein salan er með fullt af e46, líka allavega 2 á bílabankanum

_________________
M.benz E320 Family Wagon
Chevrolet Silverado vinnujálkur
Chevrolet Silverado skúrajálkur
Cadillac eldorado 1973, ísbíll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 19:01 
Offline
Barnakerrubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 03. Sep 2002 12:54
Posts: 10882
Location: Reykjavík 101
íbbi_ wrote:
já, ég reynsluók 316 coupe, e46 um daginn og guð minn almáttugur... þetta er eflaust einn af þeim alra allra máttlausustu bílum sem ég hef nokkurntíman keyrt, ótrúlegt að þeir hafi látið þetta frá sér sona, annars var bíllin sem slíkur æðislegur.. nema að jú það þurfti liggurvið að ýta í hann til að hjálpa af stað og láta farþegana út í brekkum,

myndi reyna að finna 320 bíl, þeir eru orðnir 6cyl og það er bara einhvernvegin allt annað að vera á 6cyl+ bimmum 8) annars er 318 eða 316 með stærri vélini eflaust brill bíll sem venjulegur daylí dræver, og nóg er úrvalið hérna heima, kíktu á nýja bílasölusvæðið á höfðanum, ein salan er með fullt af e46, líka allavega 2 á bílabankanum


Það er nú líka bara hallærislegt að bjóða uppá 316 COUPÉ :roll: En jú - ég hef ekið svona 316i (með stærri vélinni) og þetta er GJÖRSAMLEGA loppið :(

_________________
Ingvar Örn || BMW R100RS 1994 || Renault Megane RS Turbo 2009 || Alfa Romeo Duetto 1967 Fast Road


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 20:45 
Offline
Kassabílstjóri
User avatar

Joined: Wed 23. Jun 2004 23:03
Posts: 172
Location: Akranes
BMW BUYER kíktu á spjallpóstinn þinn..

_________________
BMW 320i e46 Alpinweiss - 1999 /// Til sölu


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 20:46 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
Það ætti ekki að vera til 4cyl BMW Image

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 22:11 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Sat 07. Jun 2003 23:13
Posts: 381
Location: Reykjavík
316i wrote:
Það ætti ekki að vera til 4cyl BMW Image


eru þeir ekki bara til þess að koma mönnum á bragðið


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 11. Nov 2005 23:00 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Sat 16. Nov 2002 04:45
Posts: 860
Location: Reykjavík
Bjössi wrote:
316i wrote:
Það ætti ekki að vera til 4cyl BMW Image


eru þeir ekki bara til þess að koma mönnum á bragðið


Góður! :wink:

Besta skýringin sem ég hef heyrt hingað til varðandi 4 cyl BMW :lol:

_________________
Siggi


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. Nov 2005 04:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 27. Feb 2005 12:51
Posts: 4491
Location: Að rústa öllum í sjómann....
basten wrote:
Bjössi wrote:
316i wrote:
Það ætti ekki að vera til 4cyl BMW Image


eru þeir ekki bara til þess að koma mönnum á bragðið


Góður! :wink:

Besta skýringin sem ég hef heyrt hingað til varðandi 4 cyl BMW :lol:

sú eina sem ég hef heyrt!! átti 316 bíl og shit hvað það var grútmátlaust :lol: ekkert smá ánægður þegar ég var kominn með 6cyl 8)

_________________
hafa verður í huga að hann er vanur lygari sem hefur lifibrauð sitt af því að ljúga því að trúgjörnum vitleysingum að til sé karl upp í skýjunum sem fylgist með öllu sem fólk gerir og skráir samviskusamlega niður,til að nota gegn því eftir að það deyr


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. Nov 2005 09:37 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
e30 m3 er 4cyl :wink:

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. Nov 2005 14:55 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Thu 10. Nov 2005 22:14
Posts: 9
Þessi svör sem ég hef fengið hér eru mun betri og skýrari en á bílasölunum.
Svar við spurningu hér að ofan;
1. Ég er að leita að BMW til að nota hér heima.

Spurningar til ykkar;
Er ódýrara að flytja bílinn inn sjálfur en að kaupa hann hér?
Hverjir eru aðal innflutningsaðilar á notuðum BMW hér á Íslandi (og traustir!!)?
Hvað segir E46 mér?
Passar þetta í öllum tilvikum; 316/318 = 4 cyl
320 + = 6 cyl
Ég reynsluók BMW 320 árg2003 hjá B & L í vikunni (er á planinu hjá þeim silfurgr. ásett 2.290.000. ek 45þ) og hann var með steptronic skiptingu, hvenær byrjaði 3 línan að koma með steptronic skiptingu? -sjúkt að aka þessum bíl nema hvað ætla ekki alveg að fara upp í þennan verðflokk!

kv.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 12. Nov 2005 15:03 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
það er frekar misjafnt hvort það er ódýrara að flytja inn eða ekki en það er auðveldara að finna það sem þú ert að leita að erlendis frá.

Smári Hamborg smarihamburg@hotmail.com (0049-170-311-0600) og Georg í Úranus ( http://www.uranus.is/ ) hafa þótt góðir í innflutningi

E46 er boddynúmerið, sjá http://www.s-m-u.com/bmwkraftur/E_num.html

316 og 318 eru 4cyl sem og 320d en rest er 6cyl

þristarnir koma steptronic með komi e46, þ.e. 1998

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 36 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 37 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group