Spurning hvað þú vilt vita bara!
Bíllinn sem þú átt við er líklega bíllinn hans "Dúfan" hérna á spjallinu, enda ekki margir sem eru með 19" BBS felgur undir

Hann er með 4.4 Lítra V8 vél - 286 hestöfl og 440Newton metrar,
eyðir slatta af bensíni.. og svo framvegis

Body týpan heitir E39 og hefur fengið fjölda af verðlaunum í gegnum tíðina fyrir einfaldlega að vera góður bíll.
Ég held að það séu flestir sammála um að 540i séu með betri kaupum sem þú getur gert í dag miðað við performance, lúxus, etc fyrir peninginn.
Bíllinn hjá Dúfunni er reyndar beinskiptur, en þeir eru það afskaplega fáir, sem hefur væntanlega gert þetta ennþá skemmtilegra fyrir þig
