jæja þá er ég búinn að vinna eitthvað í bílnum en hann er þó ekki búinn! ég setti nýju angel eyes ljósin á og nýju stefnuljósin líka! svo laggði ég í þann erfiða hlut að skipta um hjörulið sem var alveg handónýtur! og tókst það vel til.. fyrir þá sem vilja vita þá er hægt að skipta um hjörulið í drifskaftinu og er stærðin á hjöruliðs krossinum (24x74,5) en hinsvegar þá þarf að sjóða skífur á endana til að splitta hann! því ekki er ætlast til að maður skipti um hjörulið í þessu skafti. en já hérna koma myndir og ég kem svo með meira þegar bíllinn klárast!
Skiptingin er alveg kominn saman!
varúð! mikið af myndum! 56k warning
aukadót sem varð afgangs! það er til sölu ef einhver hefur áhuga. allar gúmmíþéttingar og alles.
nýji hjöruliðurinn settur í! var frekar mikil vandræði að skipta um hann því það er ekki ætlast til þess að maður geri það.
annað aukadót sem varð afgangs.. og nei það vantar ekkert í skiptinguna. þetta er bara auka ef eitthvað skyldi klikka.
nýji hjöruliðurinn.. einsog sést þá er skífa þarna ofaná sem verið er að mæla við til að sjóða hana. þeir sem eru að spá í að skipta um hjörulið hjá sér þá kaupi þeir þennan hjörulið (24x74,5)
þarna sést skífan betur við hjöruliðinn.
nýju angel eyes frammljósin og stefnuljósin!
nýju frammljósin kominn á ásamt stenfuljósunum.
mynd af partnúmerinu á hjöruliðskrossnum ef einhver vill fá ða vita.
skiptinginn fullbúinn og tilbúinn í DREKAN!
tók þessa mynd nú bara afþví bara
gömlu frammljósin og glærustefnuljósin sem voru á bílnum! þau eru til sölu.. og ég á 2 sett af frammljósum.
pústkerfið bíður bar aútí skemmu á meðan!
shadowline púst stútarnir! á eftir að hreinsa þá og svona.
mynd af skiptingunni fullbúnni 2
ekki góð mynd, en skárra en ekkert.. þarna er nýja drifskaftsupphengjan kominn á skaftið.
veit ekki afhverju ég tók þessa mynd, en jæja þetta er splunkunýji rafgeymirinn minn sem fer í bílinn. og er hann sérpantaður.. útaf hann má ekki vera of lítill né og stuttur né of hár

hann kostaði migg einn og sér 15þús kall
þarna sést hvað gerist ef drifskaftsupphengjunni er ekki sinnt.. sú gamla var alveg hanndónýt og var byrjuð að éta sig gegnum hlífðarpönnuna.
greyið bíllinn situr úti einsog er og safnar snjó einsog er.. en mikið djöfull fara nýju frammljósin og stefnuljósin honum vel!
smá svona innan úr bílnum.. en takið eftir að það á eftir að þrífa bílinn að innan og svona líka.. þannig sætin í honum líta ekki svona illa út!!
þarna er allt í drasli líka útaf rafgeyminum.. og svo sést nú í listana utan af bílnum þarna líka.. og já einsog ég sagði það á eftir að bera á sætin og svona þannig þau eru ekki svona illa farinn einsog þau lýta út fyrir að vera á myndunum.. asnalegt hvernig flashið tekur þetta.
utill nex time! stay tuned