bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 24. May 2025 08:47

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 32 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next
Author Message
 Post subject:
PostPosted: Thu 27. Oct 2005 23:04 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 04. Jan 2004 15:36
Posts: 3209
Location: inn í bílnum þínum.
Iss Kalli ekki að standa sig í stikkinu :lol:

_________________
E46 330ix touring.
BMW er lífstíll. Við erum 10árum á undan öllum öðrum.


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Fri 04. Nov 2005 23:21 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
iar wrote:
BMW.com segir 0.32cw á M6 og 0.31cw á M5 :-k


Þetta virkar undarlegt en málið er að jafna fyrir drag er:

D=Cd * r * (V^2)/2 * A

þar sem Cd er viðnámsstuðull, r er þéttleiki lofts, V er hraði og A er svæði
(oftast notað þverskurðarflatarmál). Stuðullinn Cd breytist við það hvaða flatarmál valið er að nota en ég gef mér að menn séu að nota þverskurðarflatarmál.

Ef við lítum á nálgun á þverskurðarflatarmáli bílanna, tökum bara breidd * hæð þá fáum við:

M5: 1,846 * 1,469 = 2,71 m2
M6: 1,855 * 1,372 = 2,54 m2

M6 er með 3,2% hærri loftviðnámsstuðul en er með 6,3% minna þverskurðarflatarmál.

Ef við margföldum saman fyrir bílana bara Cd og A til einföldunar þá fáum við:

M5: 0,31 * 2,71 = 0,84
M6: 0,32 * 2,52 = 0,8

Þannig að M6 er með minna loftviðnám.

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 00:06 
Offline
Rallýbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 17. Oct 2003 18:54
Posts: 1344
Location: myrk og mannaskít
Quote:
Þetta virkar undarlegt en málið er að jafna fyrir drag er:

D=Cd * r * (V^2)/2 * A

þar sem Cd er viðnámsstuðull, r er þéttleiki lofts, V er hraði og A er svæði
(oftast notað þverskurðarflatarmál). Stuðullinn Cd breytist við það hvaða flatarmál valið er að nota en ég gef mér að menn séu að nota þverskurðarflatarmál.

Ef við lítum á nálgun á þverskurðarflatarmáli bílanna, tökum bara breidd * hæð þá fáum við:

M5: 1,846 * 1,469 = 2,71 m2
M6: 1,855 * 1,372 = 2,54 m2

M6 er með 3,2% hærri loftviðnámsstuðul en er með 6,3% minna þverskurðarflatarmál.

Ef við margföldum saman fyrir bílana bara Cd og A til einföldunar þá fáum við:

M5: 0,31 * 2,71 = 0,84
M6: 0,32 * 2,52 = 0,8

Þannig að M6 er með minna loftviðnám.

:shock: :shock: :-({|=

_________________
00 E39 540 M-tech (seldur)
94 E36 M3 Cabrio (seldur)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 00:32 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
loftmótastaðan fer að segja til sín þegar komið er vel á 2.hundraðið en þessi munur á drag er ekki nægjanlegur til að skýra þennan mun, þyngdin hefur sitt að segja líka

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 00:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Svezel wrote:
loftmótastaðan fer að segja til sín þegar komið er vel á 2.hundraðið en þessi munur á drag er ekki nægjanlegur til að skýra þennan mun, þyngdin hefur sitt að segja líka


Svo og millísekúndan sem einn ökumaðurinn gefur í á undan hinum

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 04:24 
Offline
Búðarkerrubílstjóri

Joined: Mon 05. Apr 2004 22:19
Posts: 82
ég myndi engan vegin telja nóg að taka þverskurðarflatarmál, og finnst mér það frekar léleg nálgun. þetta er kannski ágætir útreikningar hjá þér en engan veginn nóg til þess að útskýra hraðamuninn, þynd skiptir miklu máli hvað varðar þennan hraða. hvort sem það er bíllinn sjálfur, ökumaðurinn eða bensínmagn eins og áður hefur komið fram.

maður þarf að sjá góðar myndir af hvorum bíl í loftgöngum til þess að geta sagt eitthað um loftmótstöðu.... lögun skiptir bara alltof miklu máli á þessum hraða. hún breytir miklu um drag og turbulance og mjög nákvæmar mælingar þarf að gera til þess að fá fram almennilegt gildi á loftmótstöðu.

þannig ef við viljum taka mark á þessu myndbandi þá verðum við bara að sætta okkur við að M6 sé hraðskreiðari en M5 en ég er engan veginn að segja að þetta myndband sé marktækt...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 06:26 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 02. Nov 2003 21:17
Posts: 15941
Location: Reykjavík
Þessi póstur var bara svar við spekúlasjón Ingimars um það að M6 var með HÆRRI loftmótstöðustuðul en M5 sem manni finnst ekki vera lógískt í fyrstu þar sem M6 ætti að vera með minni loftmótstöðu bara út frá því að hann er lægri / rennilegri.

Að sjálfsögðu eru þessir útreikningar _nálgun_ en nógu góðir til að átta sig á því hvernig stendur á því að það er ekki bara viðnámsstuðullinn sem skiptir máli.

Til þess að fá nákvæma mælingu á loftviðmóti þarftu annaðhvort flæðishermun í tölvu eða full scale loftflæðimælingu í vindgögnum.
Hafði hvorugt við hendina í gærkvöldi.

Sagði aldrei að þetta væri það sem skýrði muninn á hröðunartölum, sagði bara að M6 væri með minna loftviðnám sem ég hef fulla trú á að sé rétt.

Hvort sem þið trúið því eða ekki þá geri ég mér grein fyrir að þyngd bílsins og viðbrögð/hæfni ökumanns skiptir máli í hröðunarprófun :)

Innlegg Svezel er alveg rétt varðandi hraðann og aukna loftmótstöðu enda þarf ekki annað en að horfa á formúluna og sjá að loftmótsstaðan eykst í öðru veldi með hraða.

Varðandi þau atriði sem Friðrik nefnir um lögun bíls, drag, turbulence etc. þá eru þessir hlutir innifaldir í Cd stuðlinum. Flatarmálsstuðullinn A er þarna til að fá mun á stórum og litlum hlut. Ef þú notar þverskurðarflatarmál þá færðu ákveðið gildi á Cd út úr tilraunum. Ef þú notar t.d. yfirborðsflatarmál færðu annað gildi á Cd. Menn verða að velja þarna á milli. Er ekki viss hvernig gildið frá BMW er fundið.

Þó að M6 sé kannski með minni loftmótstöðu þá er það samt sem áður mjög athyglisvert að formið á M5 sé meira efficient en formið á M6 varðandi loftflæði (Cd).

_________________
Þórður
'99 M5 SC // '89 M3 S85 // '04 Patrol GR
Image
Alpina wrote:
S85 er vondur mótor þó að hann sé kraftmikill...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 08:23 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 21. Jul 2003 20:26
Posts: 15739
Location: Luxembourg
WoW!!

þetta kalla ég fullorðins pælingar.

_________________
Image
E36 M3GTtt


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 10:34 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
fart wrote:
WoW!!

þetta kalla ég fullorðins pælingar.


WORD!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 10:39 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
ég veit fátt skemmtilegra en þegar í þessu fáu skipti sem að maður villist inná l2c spjallið og menn eru á botnlausu hestaaflafylleríi með hondurnar sínar og Svezel tekur uppá því að klæða sig úr skítugum sokkunum og troða þeim uppí þá, með staðreyndum í eftirrétt,
it blows my mind :lol:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 10:45 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. Sep 2002 11:04
Posts: 6870
Location: á hjólinu
ég er mjög á ánægður með loftmótstöðupóstinn hjá bimmer, gaman að sjá einhvern annan en mig vera að reikna :)

ég held að þetta sé alveg mjög góð nálgun að taka bara þveskurðarflatarmál, Cd stuðullinn er mældur með það í huga.

ég gerði mér líka grein fyrir því hvað bimmer var að fara með þessum reikningum, Cd og drag er ekki það sama og bíll með hærra Cd getur verið með lægra drag en annar með lægri stuðul.

_________________
E36 M3 US | Jeep Grand Cherokee Limited V8


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 15:44 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
Ég féll í stærðfræði 103 :oops:


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 15:44 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Sun 29. Feb 2004 03:40
Posts: 3976
tvisvar


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 15:45 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Wed 03. Aug 2005 18:16
Posts: 16512
Location: Rvk city
IceDev wrote:
Ég féll í stærðfræði 103 :oops:


Ég fékk 5 :lol:

_________________
Enginn bíll!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Sat 05. Nov 2005 15:49 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Mon 02. May 2005 21:23
Posts: 3733
Location: 108
Ég er í STÆ 122 í 5.skiptið :oops: (skrópaði mig eitthvað út en féll rest)


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 32 posts ]  Go to page Previous  1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 25 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group