Ekki að þetta sé sambærilegt, en fyrst að menn eru að segja sögur á annað borð að þá ætla ég að vera með,
ég lenti í því um daginn að ég sat útí bíl með kærustunni fyrir utan bakarí (sem hún vinnur í) þá leggur stelpa við hliðina á mér, ég hvorki sá þetta gerast né heyrði, en hún opnaði svo fast utan í bílinn hjá mér að við vögguðum svo mikið að mér varð hugsað til gömlu Akraborgarinnar
Hún sá greinilega ekki að við vorum inní bílnum (svartar filmur) og hún leit aðeins á hurðina hjá sér og brettið hjá mér (ég var ennþá að hugsa hvort að hún hafi opnað hurðina með löppinni eða hvað) og svo hljóp hún ínní sjoppu áður en ég náði að átta mig og drullast útúr bílnum, ég fór út og kíkti á afturbrettið og sá ekkert í fljótu bragði (bíllinn með þykkt lag af drullu yfir sér

) ég settist aftur inní bíl, mjög pirraður og beið eftir að hún kæmi út, svo kemur hún út og ég hleyp út og segi við hana ákveðið: "Heyrðu vinan, þú mættir aðeins hugsa útí hvað þú ert að gera! þú opnaðir svo fast utan í bílinn hjá mér að við hristumst!!! Alveg sama þó að þetta sé gamall bíll að þá hugsar maður aðeins! (hún var á nýlegum mömmu og pabba bíl sjálf) þá lítur hún á mig án þess að stoppa og segir með háðstón:" Jaaaáá, hristust þið? er það ekki bara!? og flytir sér inn í bíl og brunar í burtu, sökum þess að ég er á 15 ára gamalli toyotu að þá elti ég hana ekki (ekki að hún hafi outrun-að mig, ég elti bara ekki) (dauðsé eftir því núna) Pæliði í þessu, ég vildi ekkert meira en bara "fyrirgefðu" eða sambærilegt.
Hún má þakka fyrir að ég er ekki kominn á BMW því að þá hefði hún ekki sloppið
