Spiderman wrote:
Ég ræddi Ferrari við mann sem keyrir um hér á landi á Porsche 911 en hefur ekið ýmsum týpum af Ferrari á hraðbrautum Evrópu auk þess að hafa tekið þátt í áhugamannakappaksturskeppnum á svoleiðis bílum og hann segir bara eitt stórt nei. Ferrari sé bara vesen frá upphafi til enda, þrátt fyrir að ekkert sé svalara en að krúsa á Ferrari og þetta séu með skemmtilegri bílum á braut þá hafi Porsche 911 bara svo mikið framyfir, þú keyrir þannig bíl bara eins og Toyotu. Maðurinn vildi meina að það væri hellings viðhald fyrir hverja 1000 ekna km á Ferrari. Ef menn vilja eiga þetta sem bílskúrsstáss og til nota á track day þá er þetta eflaust það besta sem maður eignast yfir ævina en til daglegra nota þá er þetta hausverkur dauðans

Ég kýs þar af leiðandi Porsche 911 og byggi ég það á því að um 90% 911 bíla frá upphafi eru á götunni í dag, þetta geta ekki aðrir bílaframleiðendur toppað.
Það stendur nefnilega 50 þús euro til að eyða í leikfang
PS, einn bílaframleiðandi getur í það minnsta jafnað Porsche með 90% enn á götunni, jafnvel toppað það... og sá framleiðandi er einmitt BMW

En það er reyndar ekki bílunum að þakka heldur mótorhjólunum
En með Ferrari VS Porsche hvað áreiðanleika varðar... þá er það náttúrulega samanburður sem Porsche vinnur á móti öllum öðrum high performance bílum að BMW meðtöldum
Rekstrakostnaður á nokkrum Ferrari bílum getur verið í góðu lagi þar með talið á 400 bílunum, 308, 328, 348 og 355 (reyndar eiginlega öllum átta strokka bílunum). Í flestum buyers guide er gert ráð fyrir 200-400 þúsunda yfirhalningu einu sinni á ári og það er svona nánast óháð akstri.
Ég held að það sé nú ekki neitt meira heldur en kostar að reka marga öfluga bíla í dag.
Aðal málið með Ferrari er hinsvegar að kaupa réttan bíl á réttum tíma því að verðin á þeim geta tekið ótrúlega miklum breytingum.
það má reyndar minnast á að 456 þykir vera frekar fínn í rekstri - en þetta eru einmitt allt bílar sem finnast með háan akstur miðað við Ferrari.
Og svo má ekki gleyma því að menn geta auðvitað lennt í allavega hryllingi og verða þá að vera tilbúnir að díla við það.
Lambó hinsvegar... það er mega mál en þó má nefna að Diablo hefur alveg þótt þokkalegur, fyrir utan 400 þús að mig minnir fyrir kúplingsskipti sem eru frekar algeng.
Porsche er auðvitað sensible, 100% að mínu mati... en sum tækifæri eru bara betri í eitthvað óskynsamlegt... maður getur alltaf átt sensible bílana seinna
