Ferlegt að bíllinn hafi runnið út af svona smáatriðum. Djöfull hefði ég orðið svekktur
Minn hefur einu sinni prófað það

Ég var að sækja pízzu hjá Pizza67 og það var hálka og snjór. Parkaði bílnum í smá uppá móti með bílinn í gangi í bara PARK. Síðan þegar ég kom aftur þá brá mér geðveikt, sá að það var eitthver náungi í bílnum og bíllinn var kominn lengst aftur

(hélt að hann væri að reyna stela honum) .
Greyið strákurinn hefði séð hann byrja renna og hann var hálf inni í bílnum, búinn að stíga á bremsuna, taka í handbremsuna og var hálf ýtandi honum upp þegar við komum.
Sumir eru mjög hjálpsamir, viss um að margir hefðu bara hlegið sig máttlausan ef hann hefði runnið á eitthvern annan bíl en þessi strákur tók sig til og reddaði málunum.