Reyndar var gólfið beyglað líka, en það mátti svosem laga með því að stappa aðeins á því. Tjónið var metið upp á 500þ, það var miðað við nýjan bensíntank og nýjar felgur. Sé reyndar mjög eftir því að hafa ekki tekið felgurnar af, því að hlunurst var mjög til í að fá þær. Ég var búinn að panta sprautun á 40% af bílnum sem að hann átti að fara í tveimur dögum á eftir. Eins gott að þetta gerðist áður.
Ég var nýbúinn að eyða miklum pening í viðgerðir á honum, þannig að þetta var mikill bömmer. Ég var búinn að láta skipta um stífur, spindilkúlur, mótorpúða, bremsudiska og klossa, handbremsubarka, laga öxul og ballancestöng, airconditionstrekkjara. Hann var í kaskó, og ég fékk borgað frekar lítið fyrir hann. Þessi bölvuðu tryggingarfélög eru svo miklir þjófar. Þeir lækkuðu bílinn fyrir slitinn framdekk, þó svo að ég var með splunkuný, dýr afturdekk. Lækkuðu fyrir rispur á toppnum og smá dæld á hurðinni, svo gáfu þeir sér 5% staðgreiðsluafslátt, svo var tekinn sjálfsábyrgðin, þannig að á endanum fékk ég 684.000 borgað út. Þeir vildu ekki hækka verðið þrátt fyrir aukabúnað, þannig að ég var mikið að spá í að rífa leðursætin úr og topplúguna og segja svo að ég hafi gert það vegna þess að þeir áttu bara að fá það sem þeir borguðu fyrir.
En það er rangt að ég hafi klippt á einhverja víra. En ég skal með glöðu geði láta eigandann fá hátalarana sem vantar, ég er með nýja alpine hátalara sem að voru í bílnum, ég hafði hugsað mér að láta hann fá þá næst þegar ég myndi rekast á gaurinn. Ég vissi reyndar af þremur bilunum í bílnum. Annarsvegar var brotinn stoppari í dráttartauginni á topplúgunni, það vantaði líka þéttigúmmí á topplúguna sem að er tilbúið uppi í B&L því ég var búinn að panta það, og hitt var það að bakkvörnin var biluð og eitthvað sambandsleysi í samlæsingunni, ég var reyndar búinn að redda því með því að setja þjófavörn í hann
_________________ Don't Follow me, you won't make it.
Stebbi. BMW 523iA E39 (áður 318iA og 518i ss)
|