Ég er búinn að vera að eins í bílnum undanfarna daga.
Ég er að Laga drifskaftið. Skipta um upphengu, tók pústið úr til að ná drifskaftinu úr. Þá kom í ljós að centering fóðringin sem fer inn í gírkassan er ekki í góðu standi þannig að ég þarf að fá nyja svoleiðis.
Ég ætla líka að fara með drifskaftið og láta ballensera það.
Það kom í ljós við þessar framhvæmdir að annar öxullinn minn er orðinn frekar slappur, ekki eithvað sem ég vill ekki, þannig að um hann verður skipt.
Ég er búinn að máta frammsætin í og þau passa alveg þokkaleg. Reif allt undan sætunum þ.e E34 sleðinn og grindin undri honum. Þar sem þetta er bara Recaro sæti pantaði ég bara Recaro sleða fyrir E30 og það ætti að passa fyiri sætin.
Ég var að byrja á aftursætunum í dag.

.
þetta á eftir að verða spennandi,
Það sem ég ætla að gera er að taka aftur sætin sem eru í bílnum mínum núna og taka áklæðið af þeim og setja áklæðið af E34 sætunum á
Ég hef aldrey bólstrað anything þannig að þetta á eftir að vera svolítið spennandi. Núna er ég búinn að taka áklæðið af bakinu bæði af E30 og E34 bekknum, og þar sem E34 sætið er með armpúða en ekki E30 þá þarf ég að sauma saman til að loka gatinu fyriri armpúðan, sætið er það stórt að það virðist vera nóg af efni þanni að þetta verðu svona nipp tuck held ég frekar en inplants.,heheheh.
Nú er bara að fara að sofa og halda áfram á morgum.
