fixxxer wrote:
Ég leitaði vel og lengi þegar valið kom að MP3 spilara og Rio Carbon kemur helvíti vel út úr öllum könnunum og margir sem vilja meina að hann sé betri en iPodinn.
Hann er amk með 20 klst batterí sem er þrusugott og munur miklu að þurfa ekki alltaf að vera að hlaða þetta. Ég nota þetta líka í bílnum og þá með FM sendi og munur að þurfa ekki alltaf að vera að taka hann inn til að hlaða.
Soundið er mjög gott og rosalega góður bassi og gefur iPoddnum ekkert eftir.
Mér finnst líka lúkkið mjög flott, en hægt er að hafa hann silfraðann, svartann eða hvítann. Síðan er hann 6 GB sem dugar mér vel og hef ekki enn fyllt hann.
Ef þú ert að spá í ræktina, þá er ég mjög feginn að hafa ekki fenigð mér iPod. Rio-inn er mjög þunnur og hef ég hann bara í vasanum, og vegna þess að takkarnir eru smávegis upphleyptir þá get ég skipt um lög án þess að taka hann upp úr vasanum (þ.e. finn móta fyrir tökkunum í gegnum vasann) en iPoddinn er með slétta framhlið og því erfitt að finna ff eða rev takkana.
Síðan minnir mig að iPoddinn spili bara mp3 format, en ekki WMA. Þar sem ég átti slatta af WMA lögum þá var ég feginn að þurfa ekki að finna þau upp á nýtt.
Vona að þetta hjálpi eitthvað...
Jú þetta er mjög fróðlegt. Hvar er best að versla svona gaur?
Setupið sem ég er að hugsa um er ca 5Gb pláss, góð ending rafhlaðna, nettur, gott navigation system og möguleiki á notkun í bíl.
Þarf maður ekki að 'smygla' inn græju til að geta notað í bílnum?