Ég held að ég sé nú gott dæmi um mann sem varð BMW sjúkur af spjallinu..
Ég átti Toyotu Corollu G6 þegar ég byrjaði hér á spjallinu, ég skoðaði og skoða enn hvern einasta þráð og hvert einasta svar á spjallinu, ég þekkji eiginlega alla bílana sem eru í klúbbnum þannig maður er kannski alveg forfallinn
Svo þegar ég fór að taka þátt í spjallinu meðan ég átti toyljótu þá fór ég að horfa meira á bimma á götunum, pæla í breytingum og svoleiðis.
Svo keypti ég mér 320IA bílinn, og byrjaði strax að hugsa um breytingar og svona og fór að skoða bílana á kraftinum og hvernig ég gæti breytt honum.
Svo núna er bíllinn minn með fjöðrunarkerfi sem ég komst í tæri við á kraftinum, xenon ljósum sem ég komst í tæri við á kraftinum, var með remus kút sem ég keypti á kraftinum...
Díses... Heldur betur hvað þið hafið heilaþveginn mann.
Og svona smá í endann, ef það eru einhverjir sem eiga sökina á þessu þá verða þeir taldnir hérna upp:
Sæmi
GStuning
Fart
Svezel
Oskard
Alpina
Bjarki
Stefan325
Dr.E31
Og fleiri og fleiri..
Ég er eiginlega alveg sure á því að ég ætti ekki bmw og væri ekki búinn að breyta honum svona ef ég hefði ekki fundið kraftinn..
Bwhah, ég er farinn að hljóma eins og meðlimur úr Krossinum eða því um verra.