Ég þarf að selja 316 bílinn minn vegna þess að ég er að flytja til útlanda. Keypti hann í júlí 2001 og hann hefur aldrei klikkað. Hann var lengst af í eigu fullorðins manns á Ólafsfirði. Lítur þrælvel út, allur original, ekinn 167 þús. Tveir nýlegir dekkjagangar og nýbúið að taka rafmagnið í gegn í honum, nýr geymir. Eins og flestir vita þá er þetta síðasta árið af þessu boddýi ('82 model, síðasta árið áður en E30 kom) og því vekur hann oft athygli á götunni þeirra sem hafa auga fyrir gömlum BMW bílum - enda orðinn klassískur! Fór athugasemdalaust í gegnum skoðun í des. 2002 en ég veit að dempararnir eru orðnir lélegir. Sennilega sá "most original looking" E21 á götunni á Íslandi. Myndi sætta mig við ca. 60-70 þúsund kall fyrir hann - og veit að þeir eru ekki margir svona góðir sem fást fyrir svo lítinn pening!
