það sem ég hef orðið var við með viðhorf til benz á þeim erlendu spjallborðum tengdum benz eru þau sömu og á flest öllum stöðum, þetta var leiðandi fyrirtæki í hönnun og framleiðslu tóku stórt feilspor, síðustu árgerðir þeirra verstu bílar eru þó orðnir miklu miklu betri en fyrri árgerðirnar (w210 t.d)
ég hinsvegar hef fulla trú á því að þeir nái sér aftur, margir vilja meina að frá og með w211 eigi þetta að byrja síga upp á við, enda ef þið skoðið nýjustu framleiðslurnar frá þeim þá eru þeir búnir að vera endurnýja nánast alla línuna sína eins og hún leggur sig á ekki nema part af þeim tíma sem módel frá benz eru vanalega í framleiðslu, t.d kom nýr E bíll árið 03, eftir því sem mér skylst eru þeir strax að verða tilbúnir með næsta, en þeir hafa vanalega framleitt týpurnar í um 10ár,
ég persónulega lýt reyndar bara á þetta með benz eins og bmw, þetta eru ýfirleitt gríðalega vel búnir og tæknilega flóknir bílar, og bila bara í samræmi við það, og mér finnst það í raunini ekkert nema eðlilegt, og fyrir mér er þetta frekar spurning um hvort þú sért tilbúin að eyða þessum extra pening í að keyra um á bílnum sem þú "elskar"
ég persónulega sætti mig við það, mér finnst bæði benz og bmw hafa það marga kosti að ég get sætt mig við aukakostnaðin,
ég er reyndar samt svo sérstakur að ég fíla bæði benz og bmw, ekki bara annan eins og svo margir, mér finnst þetta í raunini vera einu framleiðendurnir sem eru að keppa við hvorn annan, þar sem þetta eru jú tvö fyrirtæki að keppast um yfirleitt sömu markaðina og kaupendahóp,
þetta eru samt gríðalega ólíkir bílar, báðir sérstakir með það að þeir eru með allt á sinn eigin hátt og bæði mjög "sérvisk" fyrirtæki sem framleiða bíla fyrir sérviska kaupendur,
helst vildi ég eiga bara góðan benz og góðan bimma, drauma benzinn væri einhver fáránlega öflugur risa skriðdreka-krúser meðan bmw-inn væri ekki minna aflmikill en meira ætlaður til að leika sér á, enda finnst mér einn aðal munurinn á þessum bílum liggja í þvío að benzinn er meiri low torq lúxus krúser, meðan bimmin er high rev og meira sporty í akstri, en báðir eiga það sameiginlegt að samsetning og efnisval er í algjörum sérflokki
eins og sumir segja.. benz og bmw eru fyrir þá sem vilja nokkurnvegin það sama.. en á sitthvorum aldrinum
