Jæja sumarið er að koma og fróðlegt að heyra einhvern tips frá mönnum sem kunna mest til í sambandi við að nota þrifnaðar vörur,
Smá hérna frá mér.
Að massa bíl,
Ég var í fyrsta skipti að massa bíl þannig að það virkaði, hef reynt með höndunum en gékk ekki neitt,
Bíll : 325is ´89 Svartur með Black Metallic þar sem ryðið var
Græjur:
Slípimassi frá Bílanaust, svona pró dót eitthvað,
Mössunar púði, frekar þykkur alveg 15cm
Hleðsluvél : Kláraði batteríð soldið
Festir fyrir púðan á vélina, svona franskur system,
Vatn: heitt og kalt
Sápa : uppþvottalögur
Sprautubrúsi : með vatni köldu
Svampur: Með græningja einum megin, fínt að nota það á tjöruna sem vildi ekki fara
White Sprit: á þá tjöru sem vildi alls ekki fara.
Bón: Sonax Extreme 3
Tók : Hægri bretti hurð og topp, tók þó nokkurn tíma, þurfti tvisvar að fara yfir toppinn með massa,
Aðferð :
Þvo part vel með sápu og vatni, heitu til að mýkja lakkið,
Skola mjög vel og leyfa að vera svoldið blautum,
Nota grisju til að dreyfa úr vatninu,
Nota aðra til að bera massan á með smá þrýsting,
Bleyta svo rétt aðeins með vatni í brúsanum,
Nota púðan til að nudda msssan vel í lakkið,
fara oft yfir, aldrei leyfa að þorna alveg,
Svo þegar parturinn er alveg nuddaður bleyta með miklu miklu köldu vatni og þrífa afganginn með grisju,
leyfa að þorna eða þurrka og bóna svo
Setja jafn mikið af bóni á allt og nudda svo með hringlaga hreyfingum af.
Árangur: Alveg ótrúlegur, það sem ég tók er alveg kolsvart núna var orðið alveg matt svart,
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
