Nýlega seldi ég 535 bílinn minn vegna peningamála, og svo stóð til að kaupa aftur vel þektann E28 bíl. Sem svo þvi miður var seldur rétt áðuren ég náði honum og svo eiðilagður
En hvað um það.. Mig vantar semsagt einhvern góðan RWD fyrir ekki mikinn pening.. kringum 300þús (ekki mikið dírari í bili)
Ég er rosalegt E28 fan og er líka hrifinn af E23, Þannig bílar koma helst til greina.. Semsagt bílar sem eru ódýrir vegna aldurs en ekki vegna þess að þeir eru úr sér gengnir.
Já bíllinn verður að virka
Ef þið vitið um einhver góðann handa mér( E30, E28, E23, má auðvita vera margt annað einsog E34, E32 osfv. En ég bara efast um að fá almenilegann bíl fyrir lítinn pening í þeim númerum) látið mig þá vita
Skoða líka annað en BMW ef um eitthvað ódýrt en GOTT er að ræða.