jæja, þá eru það fyrstu myndirnar
Búinn að taka til innaní og allt að verða klárt fyrir transplant, ætla að skipta um heddpakkningu og allar pakkningar áður en að þetta fær að síga ofaní, tek allt og hreinsa ofaní húddinu, það verður sko ekkert fúskað hér.. allt gert bara the way it should be done !
Ég er líka búinn að vera að rífa hinn bílinn og tæta eitthvað.. og allt skottið orðið fullt af varahlutum, en allavega þá setti ég álið mitt undir hann svo að hann væri ekki eins subbulegur hérna í stæðinu, fólk var farið að veita þessu svolitla athygli.. en hann fer inn á verkstæði á morgun þannig að þetta verður allt sett af stað..
Er kominn með læst drif (sem að er í lagi) diska að aftan, og svo 325i bremsur að framan, þannig að þetta ætti með öllu réttu að geta stoppað eins og þetta getur tekið af stað, kannski bara örlítið fljótar
Ég kem til með að setja í hann körfustóla ef að ég fæ ekki sport-sæti og svo verður þetta gert að keppnis
Undirvagninn verður allur fixaður og þetta gert fallegt þó svo að það sé engin þörf á því í þessu boddí-i, en allt yfirborðsryð, og þessi 3 ryðgöt sem að eru á bílnum verða löguð, þ.e. bara þetta venjulega, brettin að aftan (inni í skottinu c.a. 2mm stórt gat þar), silsinn bílstjóramegin, c.a. 5mm gat þar, en svolítið stórt gat undir gluggapóstinum. Þessu verður algjörlega unnin bót á og svo allt sprautað, en ég ætla allavega að byrja á að koma honum í nothæft stand svo að ég geti nú allavega komið mér á milli A-B
Hérna koma svo myndirnar, en ég reyni að "Ápdeita reglulega"
[img]http://www.internet.is/angelic0-/djókur1.jpg[/img]
*edit* neðri myndin er Photoshop, ég bara VARÐ að lækka hann, ógeður að sjá hann svona einsog jeppa
*UPDATE* 01.11.05
Er að bíða eftir að Hannes hendi inn myndum af bílnum og ætla að taka nokkrar af honum sjálfur, það er allt annað að sjá greyið og hann er nánast orðinn starfshæfur!