Ahugamaður wrote:
Fyrir um mánuði síðan sendi ég á einn að stjórnendum spjallsins tilboð frá sölunni sem er sama tilboð og meðlimir
www.stjarna.is fá sem er 18% afsláttur af sölulaunum bíla sinna sem þeir skrá og selja í gegnum bílasöluna! Flestir "styrktaraðilar" þessa vefs eru ekki að gefa svona mikinn afslátt á sínum vörum hérna en samt fá þeir að auglýsa hérna! Tökum sem dæmi GS Tuning! Hvað fá meðlimir klúbbsins mikinn afslátt hjá því ágæta fyrirtæki? Hvað er það fyrirtæki að borga í auglýsingakostnað hérna eða borgar það ágæta fyrirtæki kannski ekki neitt eða gefur kannski skitinn 5% stgr afslátt eða auglýsa allt sem "sértilboð" því forsvarsmenn fyrirtækisins eru stjórnendur vefsins???
Ég er ekki að skilja þetta sem þið talið um fría auglýsingu því þetta er bara auglýsing um BMW bíla eins og allar hinar auglýsingarnar eru! Einstaklingur sem auglýsir hérna er líka að spara sér pening á að fara ekki á bilakassi.is eða senda inn auglýsingu í Fréttablaðið/DV eða MBL þannig að hver er munurinn á mér og þeim??
Ég er einfaldlega að benda fólki sem notar þennan vef á BMW bíla sem ég er með til sölu því ég í fávisku minni hélt að BMW áhugafólk hefði áhuga að vita af BMW bílum sem væru til sölu eins og Benz áhugafólk hvetur mig til að skella inn auglýsingum um Benz bíla sem ég fæ til sölu! Ég er ekki að neyða neinn til að skoða auglýsinguna og ég set ekki inn neinar myndir eða linka á bílasöluna(eins og flestir aðrir sem eru að auglýsa fyrir "vini" sína) einfaldlega um hvað bíl er að ræða árgerð akstur verð og áhvílandi lán! Ef það er svona rosalegur glæpur biðst ég afsökunar! En þið getið verið vissir að ég mun aldrei setja inn auglýsingu um BMW bíla hérna aftur og aldrei mun ég styðja eða bjóða þessum félagsskap "áhugamanna" um BMW nein fríðindi hjá mér!
Bið ykkur vel að lifa og njótið þess að ræða saman um bíla og þau mál sem hæfa stjórnendum og stofnendum þessa spjalls!
Kveðja
Auglýsi ég á þessu spjalli,
ég gerði það áður, en svo var fólki bent á að ekki gera það og þá hætti ég bara..
Ég reyndi líka að gefa fólki sem voru meðlimir afslátt, enginn nýtti sér það og því er ég hættur því,
Þetta spjallborð er í einkaeigu og þeir sem stjórna því geta gert það sem þeim sýnist. Ef ég ætti mitt eigið spjallborð þá myndi ég bara banna þá sem ég fíla ekki, stjórnendur borðsins fá ekki laun fyrir sína vinnu.
Þú góði áhugamaður hefðir frekar geta sett inn poll í offtopic og spurt hverjir vilja fá upplýsingar um BMWa til sölu og beðið menn um að senda þér emailin sín og þá hefðirru getað sent þeim sem langar að vera á póstlistanum mail þegar þú færð nýja BMW-a til sölu,
_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
