Jaaa hvað skal segja. Ef við segjum að bíllinn fari á 450þús eftir prútt. Segjum svo að sportinnrétting úr svörtu leðri með rafmagni ásamt beinskiptingu sé svona 150þús. kr virði. Þá stendur eftir 300þús sem mér finnst nú bara eðlilegt fyrir svona bíl.
Þú færð ódýrari E32 bíl á íslandi, nóg til af þeim.
En þú færð ekki öruggari bíl í viðhaldi, M30 vélin er ekki neitt V12 dæmi, þú færð allt ódýrt í þessa vél. Eins og hefur nú sést hérna, þá eru sjálfskiptingarnar gjarnan að fara í þessum bílum í kringum 200þúsundin, þannig að þessi beinskiptur er bara gott mál viðhaldslega séð. Ásamt því að vera betra í eyðslu og skemmtilegheitum.
þetta er líka 91 árgerð (des 90) og því nýrri en flestir hér á klakanum, ryðlaus þýskaldandsbíll.
Samsetningin í þessum bíl er bara þannig að mér finnst hann mun eftirsóknarverðari heldur en flest sem er í boði hér á landi af sömu týpu. Svartur shadowline bíll með svörtu leðri og beinskiptur.... cruise, soundpaket, original fjarstýrðar samlæsingar, stóri leðurpakkinn, sportsætin, aftakanlegur dráttarkrókur.. spólvörn... ofl ofl.
Ég viðurkenni fúslega að þessi bíll er ekki tipp topp. En ef það væri búið að gera við beyglurnar, og sprauta afturstuðarann, full skoðun komin á hann, gera við pústið.... þá hugsa ég að enginn hefði blikkað augunum þó ég hefði sett 700 á hann!
Það þarf að henda 100 kalli í þennan bíl, en þá er hann líka alveg
En... hvað skal segja!