bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Sat 24. May 2025 03:39

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next
Author Message
 Post subject: Vantar ráðgjöf
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 10:49 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 10. Oct 2002 02:27
Posts: 214
Location: Vesturbær
Það er mánuður síðan ég seldi bílinn minn og fékk hringingu í gær vegna þess að núverandi eigandi hafði brotið stimpilstöng á einum cýlendirnum.

Hann er að óska eftir að ég borgi með honum viðgerðina, ég vill frekar kanna hvernig réttur minn er gagnvart svona löguðu.

Flokkast þetta undir galla við lausafjársölu? Er brotin stimpilstöng ekki bara einhvað sem brotnar undir gífurlegu álagi, en ekki með tímanum?

Með fyrirfram þökk um góð svör
Jóhannes Páll


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 11:06 
Ætli maður fái ekki bestu svörin hjá lögfræðingum FÍB ?


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 11:10 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
oskard wrote:
Ætli maður fái ekki bestu svörin hjá lögfræðingum FÍB ?

Jú mikið rétt, þeir vita allt um slík mál.

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 12:32 
Offline
Getawaybílstjóri
User avatar

Joined: Fri 22. Oct 2004 13:04
Posts: 791
pff halfvitar, það bilaði eitthvað i girkassanum minum manuð eftir að eg keypti minn bil sem eg á i dag en ekki kvartaði ég.

_________________
BMW E38 750
Gömlubílarnir
BMW e39 523
BMW e36 325
BMW 740 e38
BMW z3 '99 Coupé
BMW M5 e34
BMW 730 e32 2x
BMW 750 e32 2x


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 12:57 
Offline
Go-kartbílstjóri
User avatar

Joined: Fri 28. Jan 2005 17:47
Posts: 409
Location: Reykjavík
Var ekki gert afsal.

í þeim stendur yfirleitt að bíllinn sé seldur í því ástandi sem hann er í.

Ef það var gert ert þú laus allra mála.

_________________
Halldór Jóhannsson
Porsche 944 Turbo S '89
Porsche 924 Turbo '81
Porsche Boxster S '02
Audi A6 Quattro Avant '96


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 13:41 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Hvernig bíll og hvernig kaupandi?

Stimpilstöng á ekkert að brotna nema við einhverja nauðgun!

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 13:45 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 11. Jul 2005 18:45
Posts: 494
Location: Reykjavík
Það eru eiginlega bara uppá lögfræðing FÍB komið að úrskurða þetta en samkvæmt lögum um bifreiðakaup þá stendur í þar til gerðu afsali ""Ökutækið selst í núverandi ástandi sem kaupandi hefur kynnt sér og sætt sig við, EN seljandi kann að vera ábyrgur gagnvart kaupanda vegna galla samkvæmt almenum reglum"" og mun það teljast undir "leyndur galli" en mín skoðun er að ef að þú kaupir bíl á "söluverði" þá ertu að kaupa bíl sem að er metin á þann pening miðað við ástan hanns er, en auðvitað ef að það er viðgerð á honum uppá fleiri hundruð þúsund þá á söluverðið að minnka miðað við það...

En það er bara mín skoðun,, ég mundi tala við lögfræðing FÍB, en ég held reyndar að maður þurfi að vera skráður meðlimur þar og borga þartilgreind félagsgjöld til að fá aðgang að viðtali við lögfræðinginn..

En svo auðvitað ef að hann var að nauðga bílnum þá er þetta honum að kenna mundi ég segja :wink:

_________________
Ekki nógu margir


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 14:07 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
..hef nú lent í þessu á báða vegu, þ.e.a.s. að farið sé fram á að ég borgi og ég fór fram á að annar borgaði!

Í fyrra skiptið borgaði ég ekki, en í seinna skiptið fékk ég borgað 8)

Þú verður að meta þetta.....það er MJÖG sjaldan sem að það er hægt að neyða þig til að greiða eitt né neitt, nema náttúrulega að þetta hafi verið nýlegur bíll, þeim mun minna ekinn.
Líka ef þetta er e-ð sem að þú hefðir mátt vita af, þ.e.a.s. að þú sért að selja bílinn á gráum forsendum, að þú vitir að það þurfi að fara að kíkja á e-ð án þess að láta seljanda vita af.

Þegar ég fór fram á að seljandi tæki þátt í kostnaði á bíl sem að ég keypti fyrir rúmum mánuði (á þeim tíma), borgaði bara því að hann var almennilegur. Hefði alveg eins sagt mér að éta skít.

Yfirleitt borgar sig aldrei að fara með þetta í hart, nema að þetta sé viðgerð upp á þeim mun meira (mörg hundruðir þúsunda), en eins og ég segji, ef að bíllinn telst ekki ,,nýr-nýlegur" og kaupandi hefði mátt gera sér grein fyrir einhverju viðhaldi á honum...þá verður þú að meta hvað þú vilt gera....

í það skipti sem ég var beðinn um greiðslu hafði ég selt '97 BMW (seldi einhverju stelpu hana), síðan sá ég bílinn nokkrum sinnum í bænum og þá var litli bróðir hennar, eða vinur á bílnum og hann var að taka allvel á bílnum (þó alveg sem að hann þolir). Síðan fékk ég símtal frá stelpunni stuttu seinna eftir kaupin og hún tjáði mér að vatnskassinn hefði farið og fór fram á að ég tæki þátt helming.....

Ég sagði henni kurteisislega að mér kæmi það bara sem minnst við þar sem að ég hefði séð bílinn í góðri sveiflu og eflaust hefði það átt stóran þátt í þessu atviki....þó svo að ég viti ekkert hvort ég hafi verið í ,,rétti" þá heyrði ég ekkert meira í henni!


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 14:15 
Viltu meina að vatnskassin hafi eyðilagst útaf því að það var tekið á bílnum ?


Top
  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 14:17 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
oskard wrote:
Viltu meina að vatnskassin hafi eyðilagst útaf því að það var tekið á bílnum ?


Hvað veit ég :lol:

Það eina sem ég vildi var að þurfa ekki taka þátt í viðgerðinni....Ég meina, hugsanlega hefði ég verið liðlegri hefði ég ekki gæjann vera að flengja greyið bílinn.

Hefði stelpan ,,proofed-me-wrong" þá hefði ég bara kyngt þvi!

En ,,joipalli" hvernig bíll var þetta?


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 15:22 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Leikmaður wrote:
..hef nú lent í þessu á báða vegu, þ.e.a.s. að farið sé fram á að ég borgi og ég fór fram á að annar borgaði!

Í fyrra skiptið borgaði ég ekki, en í seinna skiptið fékk ég borgað 8)

Þú verður að meta þetta.....það er MJÖG sjaldan sem að það er hægt að neyða þig til að greiða eitt né neitt, nema náttúrulega að þetta hafi verið nýlegur bíll, þeim mun minna ekinn.
Líka ef þetta er e-ð sem að þú hefðir mátt vita af, þ.e.a.s. að þú sért að selja bílinn á gráum forsendum, að þú vitir að það þurfi að fara að kíkja á e-ð án þess að láta seljanda vita af.

Þegar ég fór fram á að seljandi tæki þátt í kostnaði á bíl sem að ég keypti fyrir rúmum mánuði (á þeim tíma), borgaði bara því að hann var almennilegur. Hefði alveg eins sagt mér að éta skít.

Yfirleitt borgar sig aldrei að fara með þetta í hart, nema að þetta sé viðgerð upp á þeim mun meira (mörg hundruðir þúsunda), en eins og ég segji, ef að bíllinn telst ekki ,,nýr-nýlegur" og kaupandi hefði mátt gera sér grein fyrir einhverju viðhaldi á honum...þá verður þú að meta hvað þú vilt gera....

í það skipti sem ég var beðinn um greiðslu hafði ég selt '97 BMW (seldi einhverju stelpu hana), síðan sá ég bílinn nokkrum sinnum í bænum og þá var litli bróðir hennar, eða vinur á bílnum og hann var að taka allvel á bílnum (þó alveg sem að hann þolir). Síðan fékk ég símtal frá stelpunni stuttu seinna eftir kaupin og hún tjáði mér að vatnskassinn hefði farið og fór fram á að ég tæki þátt helming.....

Ég sagði henni kurteisislega að mér kæmi það bara sem minnst við þar sem að ég hefði séð bílinn í góðri sveiflu og eflaust hefði það átt stóran þátt í þessu atviki....þó svo að ég viti ekkert hvort ég hafi verið í ,,rétti" þá heyrði ég ekkert meira í henni!


Að undanskildu því að þegar kaupandi verslar bílinn þá á hann að skoða hann, og þá er hægt að sjá að vatnskassi er orðinn slappur eða ekki,
annað með innan í vél og þess háttar sem ekki er hægt að sjá nema leggja enn meira á sig,

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 15:44 
Offline
Kassabílstjóri

Joined: Thu 10. Oct 2002 02:27
Posts: 214
Location: Vesturbær
En ,,joipalli" hvernig bíll var þetta?[/quote]

Þetta var gamli fiatinn (Fiat Coupe Turbo 20VT 1997) sem ég átti í þrjú ár. Hann var keyrður 100.000 km og ég seldi hann á 735.000 kr, sem er alls ekki mikið miðað við innflutning á sambærilegum bíl.

Strákurinn sem keypti hann lét eitthvað fara yfir hann, því á afsalinu er eitthvað kveðið á um ástand bifreiðarinnar. Svo sem olíuleka, vatnsleka og að hann brenndi olíu.

Ég er einmitt að fara hringja í hann og láta hann vita að ég vill ekki taka þátt í kostnaðinum. Þó að mér finnist það mjög leiðinlegt.

Þegar að stimpilstöng brotnar, hversu mikið tjón er það gróflega?
Verkstæðið sem fór yfir hann segir að hún hafi farið í gang en bara gengið á fjórum í stað fimm.

Kærar þakkir fyrir snögg og góð svör :D


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 15:54 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Mon 02. Feb 2004 15:03
Posts: 3465
Location: norður í rassgati
ég hélt að bíll gæti aldrei gengið ef það er brotin stimpilstöng :?

Þó að vissulega geti vélin gengið ekki á öllum, t.d. ef viðkomandi cyl fær ekki neista eða bensín, þá hélt ég að það myndi bara rústa cylinder veggjunum og sveifarásnum ef hún gengur svona.....

En hvað veit ég.....

_________________
kv. Jakob B. Bjarnason


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 16:15 
Offline
Getawaybílstjóri

Joined: Tue 24. Sep 2002 23:55
Posts: 989
Location: Seoul, South-Korea
joipalli wrote:
En ,,joipalli" hvernig bíll var þetta?


Þetta var gamli fiatinn (Fiat Coupe Turbo 20VT 1997) sem ég átti í þrjú ár. Hann var keyrður 100.000 km.

Svo sem olíuleka, vatnsleka og að hann brenndi olíu.

[/quote]

Nú man ég af hverju maður heldur sig við þetta þýska 8)


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Tue 30. Aug 2005 17:26 
Offline
Meðlimur Meðlimur
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 20:44
Posts: 10602
Location: Reykjavik
Leikmaður wrote:
joipalli wrote:
En ,,joipalli" hvernig bíll var þetta?


Þetta var gamli fiatinn (Fiat Coupe Turbo 20VT 1997) sem ég átti í þrjú ár. Hann var keyrður 100.000 km.

Svo sem olíuleka, vatnsleka og að hann brenndi olíu.



Nú man ég af hverju maður heldur sig við þetta þýska 8)[/quote]

Það brotna nú hlutir í þeim líka.... :wink:

(þó svo að rafkerfið sé í betra standi)

_________________
Sæmi

E24 645csi, E23 745i E28 M5, E34 525ix, 518g, 525tds, M5T, E53 4.6is,


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 23 posts ]  Go to page 1, 2  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 28 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
cron
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group