hlynurst wrote:
Reyndar... maður hefur oft hlegið að þessu þegar menn eru að setja M-merki á hina og þessa bíla. En mér finnst bara ekki rétt að drulla yfir fólk sem kemur hingað á spjallborðið og setur fram fyrirspurn. Þið sjáið hvernig talað er um spjallborðið hjá kvartmíluklúbbnum útaf því að þar eru gaurar sem drulla yfir alla sem ekki keyra á amerísku. Bara vildi koma þessu á framfæri.

Reyndar þá gat ég ekki séð að það hafi verið einhver ill umræða um okkar spjallborð á kvartmilunni. Það var eitthvað eitt comment þar sem einhver sagði að við köllum ameríska bíla brotajárn og svo var einhver sem sagði að það hefði enginn sagt það og þá tók gaurinn það til baka. that's it!
En í sambandi við þetta bmw merki á mözdu. fyrst að allir hérna eru svovna sammála um það að það sé geðveikt fínt og æðislegt að klína bmw merkingum á mözdur, er þá ekki kominn tími til að hætta að væla yfir því að það sé búið að setja svona stórar felgur á þessa bíla og breyta hinum bílunum of mikið ?! DTM stútar eru greinilega ógeðslegir en bmw merking á mözdu geðveikt flott!
Mér er svosem skít sama þótt einhver setji bmw merkingu á mözduna sína, það grætir mig ekki, en mér finnst það bara asnalegt. en það er auðvitað bara mín skoðun! Einhver myndi nú segja eitthvað ef ég myndi setja KIA merkingu aftan á minn bíl ?! Væri það í lagi ? nei ég bara spyr.
en svona er þetta skrítið....
Gunni ringlaði...