Dúfan wrote:
G-tech mælirinn, hver er nákvæmnin áætluð í honum, eru ekki einhver skekkjumörk ?
Hvað kostar svona tæki ?
Miðar hann ekki við mílur ?
...annað, lýsingarnar á speglaskiptununm og peruspreyingunum er frábærar og virkilega vel gerðar

, er ekki hægt að setja upp "líma" í tæknilegar umræður eða "mods" kafla á forsíðuna og nota þetta og vonandi fleyra svona sem kemur með tímanum ?
Það er eiginlega allt um G-Tech að finna á
www.gtechpro.com. Þ.e. varðandi nákvæmnina, verð og fleira.

Það eru engir spes tollar á þessu, bara vsk. Það er bara spurning um display hvort hann sýnir tölur í imperial eða metric. Hann geymir alla milestones fyrir bæði kerfin, (20metra, 100metra, 400metra osfrv. vs. 60ft, 330ft, 1/4mile osfrv.). Svo stillir maður bara G-Techinn og hugbúnaðinn á U.S. eða metric og hægt að flakka þar á milli eins og mann listir. Reyndar þurfti ég að converta mph í kmh í kvartmílutölunum hér að ofan því G-Techinn sýnir kvartmílutíma bara í mph og ef ég skipti í metric sýnir hann ekki kvartmílu heldur 400metra.
Varðandi greinarnar þá get ég alveg skrifað það á mig að hafa ekki bætt þeim við greinasafnið.

En eins og Óskar bendir svo nett á þá má fólk alveg senda inn greinar.

Það þarf ekkert endilega að vera eitthvað DIY dót eins og sjá má á þeim greinum sem þegar eru komnar í safnið.