Bjarkih wrote:
Schulii wrote:
Minn E34 540i ssk. er að fara með 17.0 - 17.4 sem mér finnst allt of mikið! Ég ætla að skipta um síu og kerti og svo er pústkerfið ónýtt og það verður skipt um það fljótlega. Gæti verið að afgasskynjararnir í pústkerfinu séu að lesa eitthvað vitlaust og gefa merki um ríkari blöndu eða hvernig sem það virkar. Og þessar tölur eru miðað við sparakstur með stöku gjöfum inná milli.
Vona að þetta minnki eitthvað við þessar lagfæringar.
Það er alveg rétt hjá þér, þetta er í hærri kantinum. Var einmitt að spjalla við einn á Knutstorp um síðustu helgi sem á E34 540 ssk og sá er ekki að nota nema 10L/100 km. Að vísu er það alltaf á löglegum hraða...
Ok, ég held að 10L/100km sé nú kannski ekki raunhæft markmið. Hann eyðir reyndar ekki nema 9.2 - 9.4 á 90-100km/klst hraða úti á vegum en innanbæjar er ég að vonast til að sjá frekar tölur eins og 14-17l.
730i bíllinn sem ég átti var með M60B30 vélinni sem er í grundvallaratriðum eins nema stærra slagrými. Hann var 200kg þyngri en reyndar beinskiptur og var kannski í um 16l.