Sælir Kraftsmenn
Ég var að velta því fyrir mér hvað þetta gæti verið í bílnum hjá mér en þetta byrjaði fyrir viku og það gengur þannig fyrir sig að ég set kannski 2 lítra á vatnskassan ek í 2 -3 tíma og þá er það búið, og svo endurtekur þetta sig aftur og aftur en vandinn er að það lekur hvergi neinsstaðar útur neinu né lekur niður á jörð þó svo að bíllin er í gangi,, og þá var ég að velta því fyrir mér hvort þetta getur verið heddpakkningin? En samt sem áður hefur allavega ekki neitt vatn komist í snertingu við olíuna og bíllin pústar eins og hver annar bíll og eins og fyrr sagði þá lekur heldur ekki utan frá...
Og ég prufaði að hafa vatnskassan opin áðan, semsagt ekki tappan á og hafa hann í gangi á meðan og hann byrjaði bara hægt og rólega að ýta vatninu uppúr sér,,,,
Eru einhverjir glókollar hér sem að detta eitthvað í hug hvað þetta gæti mögulega verið??
