Loksins komnar myndir á netið síðan ég var í Ronneby í sumar:
http://blyfotur.is/geymsla/bjarki/index.html
Þarna voru ekki bara bílar og mótórhjól, heldur líka hjólhýsi og svo var markaður þar sem allt milli himins og jarðar var til sölu. Pinball vél, gömul heimilistæki, varahlutir í gömul tæki, bækur o.s.fv. En þar sem bílarnir voru það sem ég sóttist mest eftir þá eru myndirnar bara af þeim. Það voru rúmlega 980 bílar í sýningarskránni en sumir komust ekki, t.d. sá sem fólkið sem ég var í samfloti með ætlaði að sýna, þannig að við fórum á mínum 540 í staðinn, það þurfti jú að draga hjólhýsið. Síðan kom slatti af bílum inn á svæðið til sýningar sem ekki höfðu skráð sig fyrirfram auk þess sem að það var sérstakt VIP bílastæði fyrir flotta/sérstæða bíla.
Ég tók held ég mynd af hverjum einasta Jaguar þarna (bara fyrir Zazou

)
Þessi bíll er í eigu eldri hjóna og uppgerðin tók 3500 tíma!
Bíllinn og hjólhýsið eru bæði af árgerð 1973 ef mig mismynnir ekki. Og það er gaman að segja frá því að stelpan sem situr í framsætinu fékk hann í skírnargjöf frá foreldrum sínum, og þau fá svo að nota hann.
Ekki margir svona í Svíþjóð
E28 M5 eins og nýr úr kassanum!!!
Ef einhver sér mynd sem hann langar í þá get ég sent í fullri stærð.
_________________
Bjarki Hilmarsson
--
E34 520iA '90 --seldur--
E34 540 6 spd manual Touring '96 -- seldur

--