Schulii wrote:
Eitthvað við þetta minnir mig á týpur sem ég hef rekist á í gegnum tíðina. Þessar týpur eru með allskonar skot og visku og hálfvitaskap. Þeir eru vanir að geta niðist á svona minnimáttar sem geta ekkert svarað fyrir sig. Svo þegar þeir lenda á fólki sem getur svarað fyrir sig og bregst eðlilega við ruglinu úr þeim, sem þeir eru ekki vanir, þá setja þeir upp eitthvað hálfvitaglott og segja "Voðalega tekuru þessu eitthvað alvarlega maður, geturu ekki tekið smá gríni. Voðalega ERT ÞÚ eitthvað tens á því maður." Þetta er eina leiðin fyrir þá til að halda ærunni því það er ekkert annað í stöðunni en annaðhvort þetta að láta hinn líta illa út og eins og hann hafi boðið uppá þetta eða þá að kyngja stoltinu og segja að maður hafi haft rangt fyrir sér. En ef EGÓ-ið er of stórt þá er óhugsandi að viðurkenna mistök.
Það þýðir ekkert að reyna að rökræða við svona týpur. Þær bulla bara og slíta allt úr samhengi og draga okkur hina niður á lægra plan en við viljum fara á. Ég ætla ekki að skrifa meira í þessum þræði, vonandi að þessu rugli fari að ljúka...
...ég þekki þá týpu alltof vel

og þrátt fyrir að vera þrár og þver þá á ég ekki erfitt með að kyngja villum mínum, en það þarf að sýna mér vel frammá...það þýðir voðalega lítið að vera að rakkast í manni sem maður hefur aldrei kynnst og ber það vott um nokkurn hroka...sem og ég er nú reyndar ekki alsaklaus af sjálfur. En segið mér eitt því halda menn áfram að svara í þennan þráð???
