Sælir félagar.
Mér er mikil ánægja að sýna ykkur bílinn sem er núna á leiðinni til landsins með Norrænu.
Um er að ræða svartan E34 540i. Hann er 07/94 og er ekinn rúmlega 160.000km.
Ég hef ekki fengið nákvæmlega upplýsingar um búnaðinn í honum en það sem ég veit:
- rafmagn í rúðum
- rafmagn í speglum
- rafmagn í sætum + minni
- svört leður sportsæti
- topplúga
- cruise control
- sjálfskiptur
- 17" felgur
- shadow line - allt nema nýrun svart.
Bíllinn er með M60B40 vélinni og skilar 286bhp@5800rpm og 400Nm@4500rpm. Hröðunin frá 0-100km/klst er 6.8 sek á sjálfskipta bílnum.
Eitt af því sem er búið að gera við hann er að það er búið að taka BMW merkin af honum og fylla uppí og sprauta svart. Veit ekki ennþá hvaða skoðun ég hef á því. Kemur í ljós seinna hvort ég geri eitthvað í því.
Ég fæ ný afturljós með honum sem ég set á þegar ég fæ hann. Svo þarf að skipta um þokuljós öðru megin að framan.
Ég ætla að láta þetta nægja í bili en pósta update-i þegar ég fæ bílinn. Hann kemur með norrænu núna á fimmtudag!
