Jæja, nú held ég að það sé kominn tími á myndavélauppfærslu enda
búinn að taka vel á annað hundrað þúsund mynda á "gömlu".
Líst langbest á Canon, einnig verður hún að verslast hér í landi, þarf ábyrgðina...
Hér eru tvær sem ég fann á hanspetersen.is
Ný vél frá Canon - Eos 350D
Stórglæsileg ný Canon EOS stafræn myndavél. Ný Canon EOS 350d er ótrúlega lítil (126,5 x 94,2 x 64 mm) og ein sú léttasta SLR vél á markaðnum (485 gr). Jafnvel með linsu og battery pack þá er vélin aðeins 715 gr.
Verð 84.900,- án linsu (body)
Verð 94.900,- með 18-55mm linsu
Verð 115.900,- með 18-55mm og 55-200mm linsum ásamt rafhlöðugripi.
og síðan
Canon Eos 20D
8.2 MP, 5 rammar á sek, og allt að 23 rammar í "burst",9-punkta Auto Fókus, DIGIC II, E-TTL II distance-linked flash, USB 2.0 Hi-Speed/Video Out, Magnesium alloy hús, Gengur með Canon EF/EF-S linsum og EX Speedlite leifturljósi, DPP RAW processing software, PictBridge samhæfð
Verð 149.900.- án linsu (body)
Verð 159.900.- með 18-55mm linsu
Er einhver sem getur gefið mér einhverja punkta um þetta?