jonthor wrote:
Eggert wrote:
Held að þeir séu bara helvíti fínir... ég persónulega myndi fá mér 6cyl bíl ef ég fengi mér svona þrist.
323/325/328/330 er málið. 320 vélin finnst mér ekki nógu skemmtileg.
Þessu er ég sammála. Þegar ég fékk mér 318i bílinn prófaði ég líka 320i og fannst ekki það mikill munur að það borgaði sig. Þetta er kannski annað með notaða bíla þó ég hafi ekki fylgst með verðmuninum á 4- og 6cyl bílum. En ef þú ferð í 6cyl myndi ég ráðleggja eins og jonthor 323i eða stærra.
En almennt varðandi E46 bílinn þá eru þetta alveg ótrúlega góðir og solid bílar, hafa reynst mjög vel bilanalega séð, endast vel, þéttir og góðir fram eftir öllu. Frábært að keyra þá. E46 er alveg á to-buy listanum hjá mér einhverntíman á næstu árum.
