Sælir.
Jæja, nú var ég að fá nýja Ipod-inn minn, en ég ákvað að fara í FM-senda pakkann. Ég var búinn að fá að prófa græju sem heitir DLO transpod og er í raun FM sendir, hleðsutæki og statíf, allt í einum pakka. Þetta kostaði 80$. Á græjunni er þá einnig skjár sem sýnir hvaða stöð græjan er að senda út á og á hliðinni eru takkar til að breyta því en einnig eru fjórar fyrirfram ákveðnar stöðvar.
Ég prófaði þetta í bílnum, fékk lánaðan einn hjá félaga mínum, og þetta virkar helvíti flott, en ég á eftir að finna út hvernig best er að koma þessu fyrir. Í pakkanum fylgja nefnilega nokkar útfærslur sem þú getur notað, s.s. einn armur sem fer beint í sígarettukveikjarann og annar sem er festur á innréttinguna og snúra sem fer í sígarettukveikjarann. Ergo: á að finnast einhver leið til að vera með þetta sómasamlega í öllum bílum.
Annars finnst mér hljómgæðin vera nokkuð góð, þó þetta séu auðvitað ekki nein CD gæði, þá finnst mér þetta vera vel viðunandi, enda kannski ekki að blast neitt rosalega.
Hérna er mynd af græjunni.
Siðan fylgir með minnkun fyrir Ipod mini.
Læt ykkur svo vita hvernig þetta reynist.