bmwkraftur.is

BMWKraftur spjallborð
It is currently Tue 20. May 2025 20:36

All times are UTC




Post new topic Reply to topic  [ 45 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next
Author Message
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 15:42 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ég er með til sölu tölvukubba fyrir M20B25 vélar sem keyra Motronic 1.3.
Þessar vélar er að finna í E30 325i, og E34 525i líklega eftir '88.

Þekkja má tölvuna sem þeir styðja á því að númerið á tölvunni (ECU) sjálfri
enda á 173.

Þessir kubbar eru "afrit" af kubbi frá Turner Motorsports, sem kallast
JimC Chip, og eru þeir kubbar sem er talað einna best um af öllum kubbum
fyrir þessa bíla!

Samkvæmt Turner Motorsports er gefin upp hestaflaaukning uppá
15 hö, og togaukning uppá 15 NM uþb, en það verður að taka það fram
að þessi hestafla/togaukning á ekki endilega stað þar sem bíllinn
býr til HÁMARKShestöflin sín, og því ekki rétt að segja að hann fari
úr 170 -> 185 hestöfl.

Kubburinn virkar á þann hátt að hann eykur spíssa-opnunartíma og þar
af leiðandi bensínmagn, og flýtir kveikju, sem allt verður til þess að meiri
kraftur er búinn til í hverjum snúning!
Frá upprunalegum framleiðanda kemur kubburinn með hækkuðum revlimiter,
frá 6450 rpm orginal upp í 6900 rpm, en ég hef sjálfur gert
útgáfu af kubbinum sem við heldur upprunalegum revlimiter.

Ég er persónulega ekki hrifinn af því að snúa vélum mikið upp fyrir það
sem framleiðandi gerir upprunalega ráð fyrir, nema að einhverju hafi verið
breytt til þess að þær geti þolað það (ventlagormar, etc..).

Þeir sem hafa áhuga á að kaupa svona kubb geta haft samband við mig,
í síma 862-6862.

Verðið er 6.500 kr .

_________________
BMW E46 328i


Last edited by arnib on Wed 02. Nov 2005 16:54, edited 1 time in total.

Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 15:47 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Það má kannski bæta aðeins við þetta!

Svona kubbar hafa það oft með sér í för að það verður nauðsynlegt að nota
betra bensín á bílinn.

En, gæði bensíns á íslandi eru talin mjög góð, og einnig loftslag yfirleitt frekar
kalt, og þetta virðist verða til þess að 95 oktana bensín dugar.

Auðvitað eru ekki allar vélar eins, en ég get einungis notað mína eigin vél
sem dæmi.
Ég tek sjálfur alltaf bensín á venjulegum bensínstöðvum, þ.e. ekki sjálfsafgreiðslustöðvum,
því að mér hefur verið sagt að þar séu bætiefni og slíkt í bensíninu sem eru
ekki á sjálfsafgreiðslustöðunum!

Að lokum -- bensíneyðsla hefur ekki aukist neitt hjá mér við þessa breytingu!

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 15:50 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Bíddu ertu að selja orginal Jim Conforti kubba? Eða er ég að misskilja?

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 15:57 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Djofullinn wrote:
Bíddu ertu að selja orginal Jim Conforti kubba? Eða er ég að misskilja?


Ég er að selja tvær gerðir af kubbum.

Þeir eru báðir afrit af Jim Conforti kubbnum.
Upprunalega er Jim Conforti með hækkað revlimit
en ég er líka með kubb sem er alveg eins og JimC kubburinn
að öllu leyti - nema með orginal revlimit.

Þessir kubbar eru ekki _framleiddir_ hjá Turner Motorsports,
en eru alveg eins og JimC kubbar að öllu öðru leyti :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 16:04 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
Ok hlaut að vera, fáranlegt verð ;)

Ps tók ekki eftir "afrit" í auglýsingunni :oops:

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 16:46 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Sat 28. Dec 2002 19:49
Posts: 9014
Location: Italia
Þetta verð er nú samt alveg mega, maður er að fá allt sem maður fær úr Jim Conforti kubbunum.
Ef ég væri með m20 ;)

_________________
Bjarni
www.bjahja.com


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 17:07 
Offline
Meðlimur Meðlimur

Joined: Fri 30. Aug 2002 21:03
Posts: 12187
Location: Uppí rúmi í spandex
bjahja wrote:
Þetta verð er nú samt alveg mega, maður er að fá allt sem maður fær úr Jim Conforti kubbunum.
Ef ég væri með m20 ;)

Já menn eru mjög hrifnir af þeim erlendis :)

_________________
Tony Montana - BBS LM CREW
E36 M3 Coupe Daytona Violet 18" BBS LM

http://www.e30.is


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 29. Jun 2005 20:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Thu 06. Nov 2003 15:38
Posts: 5953
Location: Akranes
Ert þú nokkuð að smíða kubba í M42 318is er það og hvaða kubbar eru bestir í þá.

_________________
Image
E30 - 325iC - 323iA - 320i - 318iS
E21 - 320
Honda CBR600 F2 Streetfighter


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jun 2005 02:52 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
jens wrote:
Ert þú nokkuð að smíða kubba í M42 318is er það og hvaða kubbar eru bestir í þá.


Ég er ekki með svoleiðis ennþá, en ég er að vinna í þessu, svo hver veit
hvenær það stendur til boða :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jun 2005 03:48 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Wed 04. Feb 2004 16:29
Posts: 2466
Location: Playboy Mansion, Hafnarfjörður
gæti maður fengið kubb hjá þér með 6900rpm revlimit? :?

_________________
Rúnar P
662 5272

Druslusafnið núna:
BMW e46
Suzuki Baleno
Honda CRF250R
Pocket Bike og fleira misgáfulegt dót...


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jun 2005 08:53 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Sun 01. Sep 2002 22:50
Posts: 15128
Location: Spenge, DE
Twincam wrote:
gæti maður fengið kubb hjá þér með 6900rpm revlimit? :?




Já ,
Við setum svona kubb í 320i bílinn í gær,
6900rpm revlimit :)
Ég fann persónulega aukið power uppúr 4000rpm á 2.0 bolt on vélinni minni,
á eftir að taka 0-100 í dag og kannski mæla þyngdina og gera aftur.

Ég mældi 0-100 í bleytunni í gær og fékk 9,9

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
Image


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Thu 30. Jun 2005 12:09 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
gstuning wrote:
Twincam wrote:
gæti maður fengið kubb hjá þér með 6900rpm revlimit? :?




Já ,
Við setum svona kubb í 320i bílinn í gær,
6900rpm revlimit :)
Ég fann persónulega aukið power uppúr 4000rpm á 2.0 bolt on vélinni minni,
á eftir að taka 0-100 í dag og kannski mæla þyngdina og gera aftur.

Ég mældi 0-100 í bleytunni í gær og fékk 9,9


Dæmið hjá Gunna er nú kannski ekki alveg innan skynsamlegra marka,
en hann er með eftirfarandi setup:

M20B20 Vél, Rafkerfi, Loftsíubox, Spíssa, Bensínþrýsting
M20B25 Sogrein, Throttle Body
M30B35 Air Flow Meter

Og því datt okkur í hug, hvers vegna ekki að prufa að setja tuning
kubb í bílinn hjá honum!
Bíllinn revar í 6900 og svínvirkar miðað við 2.0!



Stutt svar við spurningu Twincam: Já þú getur valið hvort þú vilt, ég er með bæði.

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 02. Nov 2005 16:53 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Ætlaði að minna á þetta,

Lækkað verð 6.500kr!

Upplýsingar í síma: 664-3123 (Árni)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 02. Nov 2005 17:18 
Offline
Formúlubílstjóri
User avatar

Joined: Tue 13. Jan 2004 23:15
Posts: 11549
Location: Reykjavík
Hvað með kubb fyrir 520 m20 ? :D

_________________
Image
BMW E30 328i Coupe


Top
 Profile  
Reply with quote  
 Post subject:
PostPosted: Wed 02. Nov 2005 17:27 
Offline
Formúlubílstjóri

Joined: Fri 15. Nov 2002 17:12
Posts: 3217
Location: Vesturbærinn
Margir segja að JimC kubburinn virki vel í M20B20 vélinni, sem myndi líklega
stafa af því að B20 og B25 notast við nánast sömu stærð af spíssum, en B20 er með lægri bensínþrýsting, og því töflurnar litið mjög svipað út í tölvunum í þeim.

Ég er ekki með neinn kubb sem er hannaður sérstaklega fyrir M20B20, en ef þig langar að fara út í tilraunastarfsemi er ég alveg game! :)

_________________
BMW E46 328i


Top
 Profile  
Reply with quote  
Display posts from previous:  Sort by  
Post new topic Reply to topic  [ 45 posts ]  Go to page 1, 2, 3  Next

All times are UTC


Who is online

Users browsing this forum: No registered users and 22 guests


You cannot post new topics in this forum
You cannot reply to topics in this forum
You cannot edit your posts in this forum
You cannot delete your posts in this forum

Search for:
Jump to:  
Powered by phpBB® Forum Software © phpBB Group