Jæja.. kominn tími á smá update...
Í síðustu viku fór 40/40 fjöðrunarkerfi frá KW undir bílinn. Gamla settið (bæði gormar og demparar) var algerlega komið á tíma og bílinn ekki nógu skemmtilegur í akstri þannig. Núna er allt annað líf að keyra bílinn og KW kerfið að mínu mati mjög passlega stíft, s.s. alls ekki eitthvað brjálæðislega stíft.
Þetta kallast víst lækkunarkerfi en bíllinn hækkaði aðeins að aftan

og lækkaði að framan. Hann var orðinn allt of lágur að aftan og eins og jeppi að framan. Núna samsvarar hann sér mun betur og langt frá því að fara út í "nauðbremsulúkkið" algerlega slammaður.
Hér er mynd af herlegheitunum, ekkert svakalega góð en betri en engin:
Og meira.. ég skrapp um daginn og tók nokkur GTech run og mældi hröðunina:
1/4míla:
14,370s @ 155,91km/h
14,490s @ 157,99km/h
14,609s @ 155,41km/h
15,004s @ 149,81km/h
0-100km/h:
6,096s
6,326s
6,375s
6,803s
0-60km/h:
2,563s
2,828s
2,991s
3,105s
Miðjutímarnir eru feitletraðir. Er ekki ágætis regla að sleppa hæstu og lægstu og taka meðaltal af hinu?
Ég þarf aðeins að finna mig betur í startinu en engu að síður ágætis tímar, um sekúndu hraðari í 100km/h en manjúallinn segir til um.
