user : valdi
pass : saltvatn
Jæja ég varð bara að henda inn einum pósti, það sýður nefnilega á mér og ég hef engan til að röfla í
ég lánaði konunni bílinn i vinnuna, ekkert að því svo sem, en þegar hún var búin að vinna og kom á bílnum heim tók ég eftir þessari fjandans rispu..
Svo virðist vera sem að einhver hafi labbað utan í bílinn með eitthvað. Ég skil bara ekkert í þessu, hvernig fólk getur gert þetta og ekki látið vita,
ég hef reyndar aldrei lent i því sjálfur að labba svona utan í bíl,
en ég myndi ekki trúa mér til annars en að láta amk. vita, eða skilja eftir símanúmer eða eitthvað álíka. Reyndar eru rispurnar alls ekki djúpar,
en þessir skítablettir virðast sitja alveg fastir í þeim, ég hef ekki ennþá komist að því hvað þeir eru.
Öll ráð væru vel þegin um hvað ég gæti gert til að draga úr skaðanum, því að ég sé ekki fram á að geta lagað þetta fyrr en í haust
Ég meina ef að þetta er ekki það djúpt, gæti þetta sloppið með mössun
eða einhverju álíka? Hvar er ódýrast að fara og láta meta tjónið, hverjir
eru ódýrastir í svona viðgerðum o.s.frv. Öll svör mjög vel þegin.
Með fyrirfram þökkum Valdi-