Það sem er að hrjá mig er að hann hikstar undir átaki á lágsnúningi (milli 1.000 og 2.000 rpm). Svo er hann svolítið hikandi á WOT í fyrsta og öðrum gír! Finn ekki fyrir því í þriðja, hvernig svo sem stendur á því
Ég hef tekið eftir því að hann er svolitla stund að jafna sig í hægaganginum, fer upp og niður (550-700 rpm) nokkrum sinnum og fer svo að ganga jafnt.
Fór með bílinn í skoðun í gær og hann mældist með 0,0 í mengun

, það bendir ekki til þess að blandan sé sterk...
En ég fann rifu á "sogbelgnum" eins og þetta er kallað á
www.bifreid.is og hjá þeim kostar þetta um 2.000 kr.
Þannig að það verður byrjað á því að skipta þessu út og sjá hvort hann lagist ekki við það
