Einn kveikjuþráðurinn minn er ,,ónýtur'', eða þ.e.a.s. hylkið sem festist upp á kveikjuþráðinn og smellist á kertið sjálft!!! Hylkið losnar alltaf af kertinu og hættir að gefa þeim cylinder neista

, fór áðan í B&L og ætlaði að kaupa svona hylki (kostar 1800kr) en það voru nokkrir búnir að vara mig við að það gæti verið svolítið erfitt að skipta um þetta, og að það væri jafnvel hægt að slíta þráðinn
Mig langaði að heyra frá ykkur og þá helst þeim sem hafa gert þetta sjálfir og geta mælt með hvernig á að gera þetta
ÞAð sem mér dettur svona helst í hug er að sprauta WD-40 (love WD-40) eða eitthverri smurningu á þráðinn og reyna rugga honum af með ''blíðu'' eða hreinlega bara klippa á gamla hylkið (auðvitað sem minnst) og vefja þræðina í nýja hylkið!!!
Hvað segið þið
Síðan er annað!!! Ég var að kaupa tölvukubbkubb frá TC Motorsport og hann á að skila mér 37hö+ og 25lb í tog, annars ætlar framleiðandinn að borga mér 100% til baka
Er eitthvað mál að setja kubbana í sjálfur??? Er þetta ekki bara klukkutíma vinna eða.....? Hvernig er þetta gert ? Það eiga samt að fylgja ítarlegar lýsingar hvernig þetta er gert með kubbinum en mig langaði bara að fá smá hugmynd hvernig
Kveðja
Gummi