Valdi- wrote:
Ég er nú búinn að koma mínum i gang en hringingin í honum er svo rosalega há að ég fæ liggur við hjartaáfall þegar hann hringir. Ef einhver kann að lækka hringinguna væri það rosalega vel þegið að fá þær upplýsingar.
Loksins fæ ég að svara einhverju hérna á spjallinu til tilbreytingar
Ég er búinn að fikta aðeins í þessum síma mínum og er á góðri leið með að mastera hann. Þegar ég setti sim-kortið mitt í hann, þá skipti síminn bara sjálfkrafa yfir í ensku

þannig að það vandamál var fljótleyst.
Til að stilla hringinguna, þá virkar það þannig í mínum síma að þú ýtir fjórum sinnum (4x) á "Menu" takkann og þá stendur "Phone Setup" á símanum mínum.
Svo ýtirðu á "OK" takkann (með símtóli og ok skrifuðu á hann) og þá kemur upp "Adjust Ring Volume" á skjáinn.
Ýtir þá aftur á "OK" takkann og þá geturðu stillt hljóðstyrkinn á hringingunni með plús og mínus tökkunum sem sýna mynd af hátalara.
Þegar þú ert búinn að stilla þetta af, þá ýtirðu á "OK" takkann til staðfestingar og svo á takka með símtóli og "C" til að fara út út valmyndunum.
Svona virkar þetta allaveganna á mínum síma og ég vona að þetta skýri málið eitthvað. Búinn að fikta svolítið í þessum síma í dag og verð að hrósa BMW fyrir það að allt sem frá þeim kemur er vandað og virkar eins og það á að gera. Stórgott handsfree kerfi í þessum bíl!!!
kv, G