Hedd í lagi,
En warpað um 0,22mm og þarf því að plana obviously,
er að bíða eftir svari frá da-motorsport um hvort að eitthvað spes dót þurfi að gera og svoleiðis
og þá verður bara sagt kistufelli það og ég get farið að skrúfa bráðlega aftur samann.
Það sem ég hef mestar áhyggjur af er að þar sem að heddið er bogið og þar af leiðandi að ofan á því líka, að þegar ég skrúfa svo timing case aftur á að það bogni líka með heddinu og ásinn verðir skakkur í , þ.e það verði vitlaus spenna á honum og hann nái því ekki að viðhalda olíuþrýsting á sér
en kannski er það ekki issue, ef ég myndi láta plana toppinn á því þá myndi ventlar fara 0,44mm neðar ofan í stimpil rýmið heldur en áður þar sem að ásinn er í raun 0,22mm nær heddinu og heddið sjálft komið 0,22mm nær sjálft, og þá held ég að þeir gætu rekist í stimpil.
Ef það er nóg clearance, þá myndi ég effectively auka opnun á ventlum og auka tímann sem þeir eru opnir, hvort sem það verður gott eða slæmt
Ætla að taka vélina úr til að eiga auðveldar með þetta,
ég meina get ekki látið líða heilt ár án þess að taka hana úr
Exhaust port polished
Dome polished,
Stimplar polished og allar dimps í þeim sléttar til að forða frá pink, knocki eða pre ignition vegna hot spots.
Þar sem að vélin verður komin úr þá held ég að ég láti bara renna aðeins af flywheelinu, það er svo fjári þungt og það þarf að taka það af hvort eð er.

_________________
With great challenges comes great engineering.
Gunnar Reynisson
