Sælir!
Ég var aðeins að spá í þessu sama og var hérna nýlega í umræðunni með hvaða bensín er best að nota.
Það hefur verið notað 98okt m/blýi á minn bíl og ég hef líka notað það, en mér finnst það svolítið skrítið þar sem hann er ekkert með háa þjöppu(9.00:1 eftir því sem ég best veit).
Þess vegna var ég að spá í, er eitthvað fleira en þjappan sem spilar inní hvort það þurfi háa oktantölu og/eða blý?
Ég væri a.m.k. alveg til í að minnka aðeins kostnaðinn með því að þurfa ekki að kaupa dýrasta bensínið auk þess að bæta blýbæti útí(kostar 671kr útí 50L í Esso). Enda er þetta ekki alveg sparneytnasti bíllinn.
Og já, við erum að tala um e34 530i með m30 vélinni